Viðskipti erlent

Mary krónprinsessa er 250 milljarða virði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Heimurinn elskar Mary Donaldson, eiginkonu Friðriks krónprins.
Heimurinn elskar Mary Donaldson, eiginkonu Friðriks krónprins. mynd/ afp.
Mary Donaldson, krónprinsessa Dana, er virði 250 milljarða íslenskra króna, segir Simon Anholt, ráðgjafi í stefnumótun, í samtali við danska ríkisútvarpið.

Anholt ráðleggur stjórnmálamönnum og forsvarsmönnum fyrirtækja að markaðssetja sig sem best. Á vef danska ríkisútvarpsins í kvöld kemur fram að árið 2007 hafði danskur blaðamaður samband við Anholt og spurt hversu mikinn pening það myndi kosta dönsk fyrirtæki og danska ríkið að kaupa sig inn í alla þá fjölmiðlaumfjöllun sem Donaldson vekur jafnan upp um allan heiminn.

Anholt segir að samkvæmt samkvæmt þessari skilgreiningu og sínum útreikningum sé Donaldson virði 12 milljarða danskra króna. Það samsvarar um 250 milljörðum íslenskra króna.

Anholt viðurkennir þó að svarið sé ekki fullkomlega vísindalegt, en sé þó ákveðið innlegg í umræðuna um það hvort hægt sé að meta dönsku konungsfjölskylduna til fjár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×