Tiger missti forystuna en heldur í vonina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. desember 2011 11:00 Tiger Woods. Mynd/AP Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Zach Johnson endaði hringinn á ótrúlegu höggi á 18. holunni þegar annað högg hans fór ofan í holu og gaf honum örn. Johnson var þremur höggum á eftir Tiger fyrir daginn en er nú með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn. Þetta var annað mótið í röð sem Tiger missir forystu á þriðja hring en hann lék þó mun betur á þessum þriðja hring en fyrir þremur vikum á opna ástralska mótinu. Zach Johnson lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari en Tiger lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Tiger fékk þrjá skolla á par fimm holum en vindurinn eyðilagði mörg lofandi högg hjá honum. „Ég fékk kannski þrjá skolla á par fimm holum en ég lenti bara tvisvar í því að þrípútta og spilaði vel. Ég átti mörg góð högg sem breyttust í slæm högg út af vindhviðum. Svona er þetta stundum en ég á enn möguleika á því að vinna," sagði Tiger Woods. Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Tiger Woods á enn möguleika á því að vinna sitt fyrsta mót í tvö ár þrátt fyrir að hafa misst niður þriggja högga forystu á þriðja degi á Chevron World Challege mótinu sem fram fer í Kaliforníu. Zach Johnson endaði hringinn á ótrúlegu höggi á 18. holunni þegar annað högg hans fór ofan í holu og gaf honum örn. Johnson var þremur höggum á eftir Tiger fyrir daginn en er nú með eins högg forskot á Woods fyrir lokadaginn. Þetta var annað mótið í röð sem Tiger missir forystu á þriðja hring en hann lék þó mun betur á þessum þriðja hring en fyrir þremur vikum á opna ástralska mótinu. Zach Johnson lék á 68 höggum eða fjórum höggum undir pari en Tiger lék á 73 höggum eða einu höggi yfir pari. Tiger fékk þrjá skolla á par fimm holum en vindurinn eyðilagði mörg lofandi högg hjá honum. „Ég fékk kannski þrjá skolla á par fimm holum en ég lenti bara tvisvar í því að þrípútta og spilaði vel. Ég átti mörg góð högg sem breyttust í slæm högg út af vindhviðum. Svona er þetta stundum en ég á enn möguleika á því að vinna," sagði Tiger Woods.
Golf Mest lesið Hádramatík í sex marka leik Enski boltinn Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri Handbolti Hádramatík í lokin á Villa Park Enski boltinn „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Handbolti „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Handbolti Sextán ára með fernu fyrir meistara Víkings Íslenski boltinn Albert aftur í byrjunarliðið en martröðin heldur áfram Fótbolti Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld Handbolti Varnarmenn City í stuði og aðeins tvö stig í Arsenal Enski boltinn Þriðji í röð án sigurs hjá Chelsea Enski boltinn Fleiri fréttir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira