Viðskipti erlent

Danskur sjávarútvegur réttir verulega úr kútnum

Danskur sjávarútvegur hefur rétt verulega úr kútnum á þessu ári. Þannig hafa tekjur sjávarútvegsins árin 2010 og 2011 aukist um 50% miðað við árin á undan og eru orðnar um 3 milljarðar danskra króna eða yfir 60 milljarðar króna það sem af er þessu ári.

Í frétt um málið á sjónvarpsstöðinni TV2 segir að í ár verði methagnaður af dönskum sjávarútvegi. En það er ekki allir jafnhrifnir af því hvernig þessum methagnaði hefur verið náð. Veiðarnar hafa í auknum mæli færst frá fjölda smábáta víða í Danmörku og yfir á stóra togara. Þetta hefur aukið hagkvæmnina í fiskveiðunum en á kostnað atvinnutækifæra í greininni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×