Viðskipti erlent

Moody´s setti markaði í rauðar tölur

Ákvörðun matsfyrirtækisins Moody´s um að setja öll ríki Evrópusambandsins á athugunarlista með neikvæðum horfum leiddi til þess að markaðir í Bandaríkjunum enduðu í rauðum tölum í gærkvöldi.

Það hjálpaði ekki til að tölvurisinn Intel sendi frá sér afkomuviðvörun um að sala Intel í ár yrði um einum milljarði dollara minni en áætlað hafði verið. Bæði Dow Jones og Nasdag vísitölurnar lækkuðu um 1,3%.

Hin neikvæða stemming hélt síðan áfram á Asíumörkuðum. Bæði Nikkei vísitalan í Tókýó og Hang Seng vísitalan í Hong Kong hafa lækkað um tæpt prósent í nótt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×