Viðskipti erlent

Hagkerfi Brasilíu stærra en það breska

Sao Paulo í Brasilíu.
Sao Paulo í Brasilíu.
Brasilía er orðið sjötta stærsta hagkerfi veraldar. Áður var Bretland í sjötta sætinu, því hefur brasilíska hagkerfið siglt fram úr því breska. Þetta er niðurstaða breska rannsóknarsetursins Centre for Economics and Business Research (CEBR).

Reyndar spáir CERB því að breska hagkerfið muni taka fram úr því franska árið 2016, en það er í fimmta sæti á listanum. Því er hinsvegar spáð níunda sætinu árið 2020.

CERB segir lönd í Asíu hækka á listanum á kostnað þeirra evrópsku. Þá mun evrusvæðið minnka um 0,6 prósent nái ESB að vinna úr gjaldeyrisvanda sínum. Ef Þeim tekst það ekki, mun efnahagssvæðið minnka um tvö prósent.

Um 200 milljónir búa í Brasilíu. Hagkerfið óx um sjö og hálft prósent á síðasta ári.

Þrjú stærstu hagkerfi veraldar eru Bandaríkin, Kína og Japan. Þau hagkerfi munu halda sínum sætum, að minnsta kosti til 2020, samkvæmt spá CERB.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×