Viðskipti erlent

Breskir fjárfestar vilja svör um ofurlaunastefnu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Horft yfir höfuðstöðvar HSBC og Barclays.
Horft yfir höfuðstöðvar HSBC og Barclays. mynd/ afp.
Samtök breskra fjárfesta ætla að funda með stjórnendum stærstu bankanna þar í landi eftir áramót og ræða við þá um launastefnu bankanna og ofurbónusa sem starfsmenn í bönkunum fá greidda. Samtökin vilja að hömlur verði settar á ofurlaun og bónusa sem þykja vera komnir út úr öllu valdi.

Stutt er síðan að samtökin sendu harðort bréf til bankanna til að hvetja stjórnendur þeirra að breyta launastefnu bankanna og greiða lægri bónusa. Allir stærstu bankarnir munu hafa svarað bréfinu með vilyrðum um að málin yrði skoðuð.

Fjárfestum þykir hins vegar hafa skort ítarleg svör um hvernig bankarnir ætluðu að skera niður ofurlaunin. Þeir krefjast því ítarlegri svara á fundunum, eftir því sem breska blaðið Telegraph greinir frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×