Íslenski boltinn

Guðjón Baldvinsson ekki með KR næsta sumar - samdi við Halmstad

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðjón Baldvinsson
Guðjón Baldvinsson Mynd/Stefán
Guðjón Baldvinsson er genginn til liðs við sænska liðið Halmstad en þetta staðfesti hann sjálfur á twitter-síðu sinni í dag. Guðjón var lykilmaður í Íslands- og bikarmeistaraliði KR-inga í sumar.

Guðjón æfði með Halmstad eftir tímabilið hér heima en vefsíðan fótbolti.net hefur heimildir fyrir því að Halmstad hafi náð samkomulagi við KR og að Guðjón sé búinn að gera þriggja ára samning við sænska félagið.

„Halmstad orðið (staðfest). þakka öllum KR-ingum fyrir ómetanlegan tíma undanfarin tímbil, mín skemmtilegustu ár í fótboltanum hingað til," skrifaði Guðjón inn á twitter-síðu sinni í dag.

Þetta er í annað skiptið sem Guðjón yfirgefur KR yfir lið í Svíþjóð en hann fór til GAIS eftir tímabilið 2008. Guðjón skoraði 8 mörk í 20 leikjum með KR í pepsi-deildinni í sumar og hefur alls skorað 27 mörk í 54 leikjum fyrir Vesturbæjarliðið í efstu deild.

Guðjón hittir fyrir Jónas Guðna Sævarsson hjá Halmstad en þeir léku einnig saman hjá KR á sínum tíma. Jónas Guðni er búinn að vera hjá Halmstad síðan í júlí 2009.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×