Viðskipti erlent

Norðmenn vilja lána AGS 1100 milljarða króna

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Jens Stoltenberg er forsætisráðherra Noregs.
Jens Stoltenberg er forsætisráðherra Noregs. mynd/ afp.
Norðmenn ætla að bjóðast til að lána Alþjóðagjaldeyrissjóðnum 55 milljarða norskra króna, eða því sem nemur 1100 milljörðum íslenskra króna, á næstunni. Evrópusambandið hefur jafnframt beðið Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um aðstoð við að leysa skuldakreppuna á evrusvæðinu.

„Það þjónar hagsmunum okkar að bjóða Alþjóðagjaldeyrissjóðnum lán. Við gerum þetta, ekki bara til þess að auka stöðugleikann í alþjóðahagkerfinu, heldur líka til þess að tryggja okkar eigið hagkerfi," er haft eftir Stoltenberg á vef Aftenposten. Hann tekur fram að ekki sé um gjöf að ræða.

Stoltenberg segir jafnframt að það sé ekki spurning um hvort Norðmenn muni finna fyrir kreppunni í Evrópu, heldur hvernig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×