Meiri vandræðagangur Ólafur Stephensen skrifar 31. desember 2011 08:00 Breytingarnar sem ákveðnar voru á ríkisstjórninni í gær styrkja ekki endilega stöðu hennar eða draga úr vandræðaganginum á stjórnarheimilinu. Það er vissulega skref í rétta átt að fækka ráðherrum og sameina ráðuneyti atvinnuveganna í eitt. Ráðuneytin hafa verið of mörg, lítil og veikburða, eins og meðal annars var vakin athygli á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Það er sömuleiðis tímabært að ráðherrar hætti að líta á sig sem hagsmunagæzlumenn fyrir "sína" atvinnugrein og að einn ráðherra hafi fremur það hlutverk að móta góð, almenn skilyrði fyrir allt atvinnulíf í landinu. Sameinað atvinnuvegaráðuneyti hefur verið á stefnuskrá allra fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna á undanförnum árum, þótt sumir þeirra séu búnir að gleyma því. Tveir ráðherrar víkja nú úr ríkisstjórninni, Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason. Meginmarkmiðið með uppstokkun á stjórninni nú var að losna við Jón. Hann hefur unnið gegn stjórnarsáttmálanum með því að þvælast fyrir aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og sömuleiðis hefur hann glatað trausti margra í stjórnarmeirihlutanum til að stýra áfram endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Segja má að brotthvarf Árna sé verðið sem Samfylkingin verður að greiða fyrir að losna við Jón; annars hefðu valdahlutföll milli stjórnarflokkanna raskazt. Engan veginn er víst að viðræður við Evrópusambandið gangi eftir þetta greiðlega fyrir sig. Ekki má gleyma því að Jón Bjarnason var fulltrúi stórs hóps innan Vinstri grænna sem vill ekkert með Evrópusambandið hafa og alls ekki halda aðildarviðræðunum áfram. Þótt Steingrímur J. Sigfússon hafi sagt að hann vilji klára viðræðurnar mun hann áfram þurfa að taka tillit til þessa hóps og skoðanir hans á Evrópusambandinu eru líkast til ekki mjög ólíkar skoðunum Jóns Bjarnasonar. Jón ræður líka áfram miklu um það hvaða málum ríkisstjórnin kemur í gegnum Alþingi á meðan meirihluti hennar er jafntæpur og raun ber vitni. Meira liggur að baki brotthvarfi Árna Páls en eingöngu að halda hlutföllum flokkanna í ríkisstjórn jöfnum. Hann hefur verið fulltrúi miðjusjónarmiða í stjórninni og talið Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra halla sér of langt til vinstri í samstarfinu við VG. Hann hefur sömuleiðis sýnt þörfum og hagsmunum atvinnulífsins einna mestan skilning af ráðherrunum og meðal annars gagnrýnt opinskátt það glapræði sem fólst í upprunalegu frumvarpi Jóns Bjarnasonar um fiskveiðistjórnun. Þegar Árni Páll hverfur úr ráðherrastóli hallast vinstristjórnin enn á vinstri hliðina. Hvernig fer fyrir fiskveiðistjórnunarmálinu undir forystu Steingríms J. Sigfússonar er óvíst. Hann er í betri tengslum við sjávarútveginn en aðrir ráðherrar VG - en líka formaður í flokki þar sem dellusjónarmið sem munu drepa alla hagkvæmni í sjávarútveginum ef þau komast í framkvæmd eiga miklu fylgi að fagna. Sennilegast er því að upphlaupin og sundurþykkjan á stjórnarheimilinu haldi áfram þrátt fyrir manna- og skipulagsbreytingar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson Skoðun
Breytingarnar sem ákveðnar voru á ríkisstjórninni í gær styrkja ekki endilega stöðu hennar eða draga úr vandræðaganginum á stjórnarheimilinu. Það er vissulega skref í rétta átt að fækka ráðherrum og sameina ráðuneyti atvinnuveganna í eitt. Ráðuneytin hafa verið of mörg, lítil og veikburða, eins og meðal annars var vakin athygli á í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Það er sömuleiðis tímabært að ráðherrar hætti að líta á sig sem hagsmunagæzlumenn fyrir "sína" atvinnugrein og að einn ráðherra hafi fremur það hlutverk að móta góð, almenn skilyrði fyrir allt atvinnulíf í landinu. Sameinað atvinnuvegaráðuneyti hefur verið á stefnuskrá allra fjögurra stærstu stjórnmálaflokkanna á undanförnum árum, þótt sumir þeirra séu búnir að gleyma því. Tveir ráðherrar víkja nú úr ríkisstjórninni, Jón Bjarnason og Árni Páll Árnason. Meginmarkmiðið með uppstokkun á stjórninni nú var að losna við Jón. Hann hefur unnið gegn stjórnarsáttmálanum með því að þvælast fyrir aðildarviðræðunum við Evrópusambandið og sömuleiðis hefur hann glatað trausti margra í stjórnarmeirihlutanum til að stýra áfram endurskoðun fiskveiðistjórnunarkerfisins. Segja má að brotthvarf Árna sé verðið sem Samfylkingin verður að greiða fyrir að losna við Jón; annars hefðu valdahlutföll milli stjórnarflokkanna raskazt. Engan veginn er víst að viðræður við Evrópusambandið gangi eftir þetta greiðlega fyrir sig. Ekki má gleyma því að Jón Bjarnason var fulltrúi stórs hóps innan Vinstri grænna sem vill ekkert með Evrópusambandið hafa og alls ekki halda aðildarviðræðunum áfram. Þótt Steingrímur J. Sigfússon hafi sagt að hann vilji klára viðræðurnar mun hann áfram þurfa að taka tillit til þessa hóps og skoðanir hans á Evrópusambandinu eru líkast til ekki mjög ólíkar skoðunum Jóns Bjarnasonar. Jón ræður líka áfram miklu um það hvaða málum ríkisstjórnin kemur í gegnum Alþingi á meðan meirihluti hennar er jafntæpur og raun ber vitni. Meira liggur að baki brotthvarfi Árna Páls en eingöngu að halda hlutföllum flokkanna í ríkisstjórn jöfnum. Hann hefur verið fulltrúi miðjusjónarmiða í stjórninni og talið Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra halla sér of langt til vinstri í samstarfinu við VG. Hann hefur sömuleiðis sýnt þörfum og hagsmunum atvinnulífsins einna mestan skilning af ráðherrunum og meðal annars gagnrýnt opinskátt það glapræði sem fólst í upprunalegu frumvarpi Jóns Bjarnasonar um fiskveiðistjórnun. Þegar Árni Páll hverfur úr ráðherrastóli hallast vinstristjórnin enn á vinstri hliðina. Hvernig fer fyrir fiskveiðistjórnunarmálinu undir forystu Steingríms J. Sigfússonar er óvíst. Hann er í betri tengslum við sjávarútveginn en aðrir ráðherrar VG - en líka formaður í flokki þar sem dellusjónarmið sem munu drepa alla hagkvæmni í sjávarútveginum ef þau komast í framkvæmd eiga miklu fylgi að fagna. Sennilegast er því að upphlaupin og sundurþykkjan á stjórnarheimilinu haldi áfram þrátt fyrir manna- og skipulagsbreytingar.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson Skoðun