Alíslenskar jólarjúpur 1. nóvember 2011 00:01 Móeiður er ekki hrifin af dæmigerðu jólaskrauti en jólarjúpurnar taka sig vel út á veggnum á heimili hennar. Ég sá næstum eftir því að hafa lofað að búa til jólaskraut því þegar ég fór að líta í kringum mig og skoða jólaskraut á netinu komst ég að því að mér þykir jólaskraut almennt ekki fallegt," segir Móeiður Helgadóttir leikmyndahönnuður hlæjandi og bætir við að flest jólaskraut þyki henni einum of mikið „kitsch". „Það sem mér fannst fallegast voru áldúfur frá Georg Jensen. Hins vegar fannst mér asnalegt að gera dúfur, enda eru þær ekki mjög íslenskar," segir Móeiður sem fékk þá hina frábæru hugmynd að föndra rjúpur. „Þær eru jú týpískur íslenskur jólamatur og mér þótti tilraunarinnar virði að búa til jólaskraut í rjúpulíki." Móeiður smíðaði rjúpurnar úr lituðu plexígleri. „Ég teiknaði þær og hannaði eftir ljósmynd sem ég fann á netinu, sagaði þær síðan út með útsögunarsöginni hans afa," útskýrir hún. Móeiður segir í raun lítið mál fyrir fólk að endurtaka leikinn enda sögin svipuð þeim sem notaðar eru í smíði í barnaskóla. Móeiður viðurkennir að hún skreyti lítið fyrir hátíðirnar. „Ég kveiki nú aðallega á kertum, hengi upp jólaseríu og jólaskraut frá Georg Jensen í gluggana sem ég hef safnað í gegnum tíðina. Eina jólaskrautið sem ég held uppá er hins vegar dagatal sem við mamma saumuðum út þegar ég var lítil." Rjúpurnar hvítu taka sig hins vegar vel út á veggnum heima hjá Móeiði og líklegt er að þær fái að vera hluti af jólaskreytingu heimilisins á komandi árum. „Þó getur verið að ég þrói þær áfram þannig að þær geti hangið í glugga," segir Móeiður.- sg Jólaskraut Mest lesið Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Svona eru jólin með Audda og Sveppa Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Vinnur bug á jólastressi og kvíða Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Segir eina vinsælustu jólamynd í heimi vera „barn síns tíma“ Jól
Ég sá næstum eftir því að hafa lofað að búa til jólaskraut því þegar ég fór að líta í kringum mig og skoða jólaskraut á netinu komst ég að því að mér þykir jólaskraut almennt ekki fallegt," segir Móeiður Helgadóttir leikmyndahönnuður hlæjandi og bætir við að flest jólaskraut þyki henni einum of mikið „kitsch". „Það sem mér fannst fallegast voru áldúfur frá Georg Jensen. Hins vegar fannst mér asnalegt að gera dúfur, enda eru þær ekki mjög íslenskar," segir Móeiður sem fékk þá hina frábæru hugmynd að föndra rjúpur. „Þær eru jú týpískur íslenskur jólamatur og mér þótti tilraunarinnar virði að búa til jólaskraut í rjúpulíki." Móeiður smíðaði rjúpurnar úr lituðu plexígleri. „Ég teiknaði þær og hannaði eftir ljósmynd sem ég fann á netinu, sagaði þær síðan út með útsögunarsöginni hans afa," útskýrir hún. Móeiður segir í raun lítið mál fyrir fólk að endurtaka leikinn enda sögin svipuð þeim sem notaðar eru í smíði í barnaskóla. Móeiður viðurkennir að hún skreyti lítið fyrir hátíðirnar. „Ég kveiki nú aðallega á kertum, hengi upp jólaseríu og jólaskraut frá Georg Jensen í gluggana sem ég hef safnað í gegnum tíðina. Eina jólaskrautið sem ég held uppá er hins vegar dagatal sem við mamma saumuðum út þegar ég var lítil." Rjúpurnar hvítu taka sig hins vegar vel út á veggnum heima hjá Móeiði og líklegt er að þær fái að vera hluti af jólaskreytingu heimilisins á komandi árum. „Þó getur verið að ég þrói þær áfram þannig að þær geti hangið í glugga," segir Móeiður.- sg
Jólaskraut Mest lesið Margar hættur fyrir dýrin um jólin Jól Besta jólagjöfin var bónorð á aðfangadag Jól Svona eru jólin með Audda og Sveppa Jól Í þremur vinnum og seldi af sér föt til þess að láta jóladrauminn rætast Jól Vinnur bug á jólastressi og kvíða Jól Jóladagatal Vísis: Bríet tók lagið og Sóli trylltist á hljómborðinu Jól Jólagjafir íslenskra vinnustaða: Gjafabréf á gjafabréf ofan Jól Ólíkar nálganir á hið alræmda jólastress Jól Herra Baktus með stórleik í jólamyndbandi Póstsins Jól Segir eina vinsælustu jólamynd í heimi vera „barn síns tíma“ Jól