Bókmenntaárið: Blautlegt svarbréf og blóðljóð Gerðar Bergsteinn Sigurðsson skrifar 3. janúar 2011 15:22 Þrátt fyrir kreppu dregur lítið sem ekkert úr bókaflóðinu fyrir hver jól. Hér verður skyggnst yfir hvað skolaði á fjörur okkar í ár. Ef til vill er ótímabært að ætla að gera upp bókaárið áður en það er svo mikið sem farið að fjara undan bókaflóðinu og fæstum hefur gefist tími til að lesa nógu mikið af útgáfu ársins til að fá heildstæða yfirsýn yfir árið sem er að líða. Sölulistar ársins voru gefnir út á miðvikudag. Mest seldu skáldsögur ársins voru eins og undanfarin ár reyfarar, Furðustrandir eftir Arnald Indriðason er mest selda skáldsaga ársins en á hæla hans fylgir Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar var áratugurinn sem íslenski krimminn festi sig í sessi og ekkert bendir til þess að hann sé á útleið. Meira vafamál er hins vegar hvort Arnaldur Indriðason verði í fararbroddi íslenskra glæpasagnahöfunda mikið lengur. Hann verður það vissulega ef hann kýs, en Arnaldur hefur sýnt bæði metnað og færni til að skrifa annars konar skáldskap. Í Furðuströndum fær sá metnaður meiri útrás en áður og gefur fleirum en þeim lesanda sem hér ritar fyrirheit um að þess sé ekki langt að bíða að Arnaldur leggi glæpina á hilluna - tímabundið að minnsta kosti - og skrifi sína fyrstu "almennu" skáldsögu.Aftur til fortíðar Óvæntasti "smellur" ársins er tvímælalaust Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson; erótísk ástarsaga úr sveitinni sem spurðist afar vel út. Þeir sem hrifust af sérstöku orðfæri bókarinnar ættu að verða sér úti um fyrstu skáldsögu Bergsveins, Landslag er aldrei asnalegt frá 2003. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru ágætlega lukkaðar í ár; allt sterkir titlar sem koma til greina en ég spái því að hnossið hreppi annað hvort Bergsveinn eða Gerður Kristný fyrir hina firnasterku Blóðhófni, þar sem hún endursegir sögu nöfnu sinnar Gymisdóttur úr Skírnismálum. Af öðrum bókum sem hefðu gjarnan mátt fá tilnefningu vil ég nefna Skáldsöguna um Jón eftir Ófeig Sigurðsson, Ljósu Kristínar Steinsdóttur og Doris deyr eftir Kristínu Eiríksdóttur. Nokkuð hefur verið rætt um fjarveru kreppubóka í bókaflóðinu í ár. Erfitt er að segja til um hverju sætir. Kannski er fólk dauðleitt á að lesa um kreppuna og/eða rithöfundar leiðir á að skrifa um hana. Eitt af sérkennum bókaársins sem nefnt hefur verið er endurlit til fortíðar; ófá skáldrit þetta árið fjalla um liðna tíð eða gera sér mat úr menningararfinum með einum eða öðrum hætti. Ævisögur settu minni svip á árið en oft áður. Ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson ber höfuð og herðar yfir aðrar ævisögur á sölulistum ársins. Ævisögu Gunnars Eyjólfssonar, Alvara leiksins eftir Árna Bergmann, hefur verið vel tekið en viðbrögðin við ævisögu stórsöngvarans Kristjáns Jóhannessonar, Á valdi örlaganna, hljóta að teljast vonbrigði.Skotið yfir markið Markaðsklúður ársins hlýtur hins vegar að vera innreið N1 á bókamarkaðinn, eða öllu heldur útreið. Bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu Benediktsdóttur kvað hafa selst í um 5.000 eintökum. Undir venjulegum kringumstæðum myndi það teljast nokkuð góður árangur. N1 skaut hins vegar hátt yfir markið með því að prenta bókina í tíu þúsund eintökum. Enn verr gekk með bók Björgvins G. Sigurðssonar, sem mun hafa selst í nágrenni við 2.000 eintök en var prentuð í sjö þúsund. Forstjóri N1 ber höfuðið hins vegar hátt og segir tapið ekki nema brot af veltu fyrirtækisins. Bíleigendur væru hugsanlega þakklátir ef það brot væri notað til að halda álagningu á eldsneyti í lágmarki, frekar en að ofprenta bækur.Þýðingar Nokkur klassísk öndvegisverk komu út í íslenskri þýðingu á árinu, svo sem Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante í þýðingu Erlings Halldórssonar og Silas Marner eftir George Eliot í þýðingu Atla Magnússonar. Tvær nýjar Shakespeare-þýðingar litu dagsins ljós; Lér konungur í þýðingu Þórarins Eldjárns og Ofviðrið í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Sú síðarnefnda hefur að vísu ekki verið gefin út á bók en vonandi verður úr því bætt á nýju ári. Tvær aðrar þýðingar er vert að minnast sérstaklega á: Kaffihús tregans eftir Carson McCullers í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar og sýnilegt myrkur eftir William Styron í þýðingu Ugga Jónssonar. Fátt var um fína drætti í þýddum samtímabókmenntum, sem einkenndust öðru fremur af óhóflegu framboði á norrænum sakamálasögum. Mestur akkur var í Hreinsun Sofi Oksanen, sem Sigurður Karlsson þýddi, og þýðingu Njarðar P. Njarðvík á Vetrarbraut eftir Kjell Espmark. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í útgáfu ársins, sem er enda að stærstu leyti bundin við síðasta hluta ársins. Oft er amast við jólabókaflóðinu og útgefendum legið á hálsi fyrir að gefa út allt of margar bækur á allt of skömmum tíma. Á móti kemur að bækur þarf ekki að innbyrða eins jólamat, allar í einu og fyrir þrettándann. Þær verða áfram til reiðu á nýju ári og undir okkur lesendum komið að halda áfram að njóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun
Þrátt fyrir kreppu dregur lítið sem ekkert úr bókaflóðinu fyrir hver jól. Hér verður skyggnst yfir hvað skolaði á fjörur okkar í ár. Ef til vill er ótímabært að ætla að gera upp bókaárið áður en það er svo mikið sem farið að fjara undan bókaflóðinu og fæstum hefur gefist tími til að lesa nógu mikið af útgáfu ársins til að fá heildstæða yfirsýn yfir árið sem er að líða. Sölulistar ársins voru gefnir út á miðvikudag. Mest seldu skáldsögur ársins voru eins og undanfarin ár reyfarar, Furðustrandir eftir Arnald Indriðason er mest selda skáldsaga ársins en á hæla hans fylgir Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur. Fyrsti áratugur 21. aldarinnar var áratugurinn sem íslenski krimminn festi sig í sessi og ekkert bendir til þess að hann sé á útleið. Meira vafamál er hins vegar hvort Arnaldur Indriðason verði í fararbroddi íslenskra glæpasagnahöfunda mikið lengur. Hann verður það vissulega ef hann kýs, en Arnaldur hefur sýnt bæði metnað og færni til að skrifa annars konar skáldskap. Í Furðuströndum fær sá metnaður meiri útrás en áður og gefur fleirum en þeim lesanda sem hér ritar fyrirheit um að þess sé ekki langt að bíða að Arnaldur leggi glæpina á hilluna - tímabundið að minnsta kosti - og skrifi sína fyrstu "almennu" skáldsögu.Aftur til fortíðar Óvæntasti "smellur" ársins er tvímælalaust Svar við bréfi Helgu eftir Bergsvein Birgisson; erótísk ástarsaga úr sveitinni sem spurðist afar vel út. Þeir sem hrifust af sérstöku orðfæri bókarinnar ættu að verða sér úti um fyrstu skáldsögu Bergsveins, Landslag er aldrei asnalegt frá 2003. Tilnefningar til Íslensku bókmenntaverðlaunanna eru ágætlega lukkaðar í ár; allt sterkir titlar sem koma til greina en ég spái því að hnossið hreppi annað hvort Bergsveinn eða Gerður Kristný fyrir hina firnasterku Blóðhófni, þar sem hún endursegir sögu nöfnu sinnar Gymisdóttur úr Skírnismálum. Af öðrum bókum sem hefðu gjarnan mátt fá tilnefningu vil ég nefna Skáldsöguna um Jón eftir Ófeig Sigurðsson, Ljósu Kristínar Steinsdóttur og Doris deyr eftir Kristínu Eiríksdóttur. Nokkuð hefur verið rætt um fjarveru kreppubóka í bókaflóðinu í ár. Erfitt er að segja til um hverju sætir. Kannski er fólk dauðleitt á að lesa um kreppuna og/eða rithöfundar leiðir á að skrifa um hana. Eitt af sérkennum bókaársins sem nefnt hefur verið er endurlit til fortíðar; ófá skáldrit þetta árið fjalla um liðna tíð eða gera sér mat úr menningararfinum með einum eða öðrum hætti. Ævisögur settu minni svip á árið en oft áður. Ævisaga Gunnars Thoroddsen eftir Guðna Th. Jóhannesson ber höfuð og herðar yfir aðrar ævisögur á sölulistum ársins. Ævisögu Gunnars Eyjólfssonar, Alvara leiksins eftir Árna Bergmann, hefur verið vel tekið en viðbrögðin við ævisögu stórsöngvarans Kristjáns Jóhannessonar, Á valdi örlaganna, hljóta að teljast vonbrigði.Skotið yfir markið Markaðsklúður ársins hlýtur hins vegar að vera innreið N1 á bókamarkaðinn, eða öllu heldur útreið. Bók Sölva Tryggvasonar um Jónínu Benediktsdóttur kvað hafa selst í um 5.000 eintökum. Undir venjulegum kringumstæðum myndi það teljast nokkuð góður árangur. N1 skaut hins vegar hátt yfir markið með því að prenta bókina í tíu þúsund eintökum. Enn verr gekk með bók Björgvins G. Sigurðssonar, sem mun hafa selst í nágrenni við 2.000 eintök en var prentuð í sjö þúsund. Forstjóri N1 ber höfuðið hins vegar hátt og segir tapið ekki nema brot af veltu fyrirtækisins. Bíleigendur væru hugsanlega þakklátir ef það brot væri notað til að halda álagningu á eldsneyti í lágmarki, frekar en að ofprenta bækur.Þýðingar Nokkur klassísk öndvegisverk komu út í íslenskri þýðingu á árinu, svo sem Gleðileikurinn guðdómlegi eftir Dante í þýðingu Erlings Halldórssonar og Silas Marner eftir George Eliot í þýðingu Atla Magnússonar. Tvær nýjar Shakespeare-þýðingar litu dagsins ljós; Lér konungur í þýðingu Þórarins Eldjárns og Ofviðrið í þýðingu Sölva Björns Sigurðssonar. Sú síðarnefnda hefur að vísu ekki verið gefin út á bók en vonandi verður úr því bætt á nýju ári. Tvær aðrar þýðingar er vert að minnast sérstaklega á: Kaffihús tregans eftir Carson McCullers í þýðingu Óskars Árna Óskarssonar og sýnilegt myrkur eftir William Styron í þýðingu Ugga Jónssonar. Fátt var um fína drætti í þýddum samtímabókmenntum, sem einkenndust öðru fremur af óhóflegu framboði á norrænum sakamálasögum. Mestur akkur var í Hreinsun Sofi Oksanen, sem Sigurður Karlsson þýddi, og þýðingu Njarðar P. Njarðvík á Vetrarbraut eftir Kjell Espmark. Hér hefur aðeins verið stiklað á stóru í útgáfu ársins, sem er enda að stærstu leyti bundin við síðasta hluta ársins. Oft er amast við jólabókaflóðinu og útgefendum legið á hálsi fyrir að gefa út allt of margar bækur á allt of skömmum tíma. Á móti kemur að bækur þarf ekki að innbyrða eins jólamat, allar í einu og fyrir þrettándann. Þær verða áfram til reiðu á nýju ári og undir okkur lesendum komið að halda áfram að njóta.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun