Mótmælaþjóðin Þórunn Elísabet Bogadóttir skrifar 7. janúar 2011 06:00 Þegar þetta er skrifað hafa tæplega þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar skráð nafn sitt á undirskriftalista gegn fyrirhuguðum vegtollum á Suðurlandi. Til samanburðar eru það rúmlega tíu þúsund fleiri en hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um þjóðaratkvæðagreiðslu um orkuauðlindir Íslands. Sannast þar með enn og aftur að Íslendingar taka aðeins þátt í mótmælum þegar þeirra eigin hagsmunum er ógnað með þráðbeinum hætti. Nú sér fólk fram á að þurfa að borga meira fyrir að keyra bílinn sinn - og þá verður allt vitlaust. Við erum ekki þjóðin sem mótmælir ranglátum eftirlaunafrumvörpum, sölu á auðlindum okkar eða niðurskurði í mennta- og heilbrigðiskerfinu í stórum stíl, þó litlir hópar reyni sem betur fer. En ráðist á einkabílinn og peningana, þá nennir fólk að gera eitthvað. Eða er fólk búið að gleyma því hvernig mótmælaárið 2008 byrjaði? Nefnilega með mótmælum vegna bensínhækkana. Einmitt. Ef það hefði nú verið það eina sem við hefðum þurft að hafa áhyggjur af... Ekki svo að skilja að ég hafi ekki alveg samúð með fólkinu sem þessir vegtollar munu koma hvað harðast niður á. Það er auðvitað fáránlega ósanngjarnt að hægt sé að valsa í gegnum margra milljarða króna göng úti á landi ókeypis en um leið og við nálgumst höfuðborgina á að skella á tollum á einfalda (eða tvöfalda) vegi. Enda eru samgöngumál málaflokkur sem virðist í hugum þónokkurra stjórnmálamanna eingöngu vera tæki til að ota sínum tota í kjördæminu. Og þá er alveg bannað að vera of hliðhollur höfuðborgarsvæðinu. Það sem er samt einna umhugsunarverðast í þessu öllu saman er hvers vegna við urðum samfélagið þar sem það er sjálfsagt mál að allir eigi bíl. Að það sé sjálfsagt mál að unglingar skuldsetji sig til að eignast fyrsta bílinn, að allir komi saman í pirringi yfir skorti á bílastæðum hér og þar. Að fólki þyki það algjörlega ómögulegt að notast við almenningssamgöngur, hvort sem er innan borgar eða utan. Af hverju teljum við sem ódýrasta notkun á einkabílnum til einhverra grundvallarmannréttinda? Og það er bannað að segja veðrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðanir Þórunn Elísabet Bogadóttir Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun
Þegar þetta er skrifað hafa tæplega þrjátíu og fimm þúsund Íslendingar skráð nafn sitt á undirskriftalista gegn fyrirhuguðum vegtollum á Suðurlandi. Til samanburðar eru það rúmlega tíu þúsund fleiri en hafa skrifað undir áskorun til stjórnvalda um þjóðaratkvæðagreiðslu um orkuauðlindir Íslands. Sannast þar með enn og aftur að Íslendingar taka aðeins þátt í mótmælum þegar þeirra eigin hagsmunum er ógnað með þráðbeinum hætti. Nú sér fólk fram á að þurfa að borga meira fyrir að keyra bílinn sinn - og þá verður allt vitlaust. Við erum ekki þjóðin sem mótmælir ranglátum eftirlaunafrumvörpum, sölu á auðlindum okkar eða niðurskurði í mennta- og heilbrigðiskerfinu í stórum stíl, þó litlir hópar reyni sem betur fer. En ráðist á einkabílinn og peningana, þá nennir fólk að gera eitthvað. Eða er fólk búið að gleyma því hvernig mótmælaárið 2008 byrjaði? Nefnilega með mótmælum vegna bensínhækkana. Einmitt. Ef það hefði nú verið það eina sem við hefðum þurft að hafa áhyggjur af... Ekki svo að skilja að ég hafi ekki alveg samúð með fólkinu sem þessir vegtollar munu koma hvað harðast niður á. Það er auðvitað fáránlega ósanngjarnt að hægt sé að valsa í gegnum margra milljarða króna göng úti á landi ókeypis en um leið og við nálgumst höfuðborgina á að skella á tollum á einfalda (eða tvöfalda) vegi. Enda eru samgöngumál málaflokkur sem virðist í hugum þónokkurra stjórnmálamanna eingöngu vera tæki til að ota sínum tota í kjördæminu. Og þá er alveg bannað að vera of hliðhollur höfuðborgarsvæðinu. Það sem er samt einna umhugsunarverðast í þessu öllu saman er hvers vegna við urðum samfélagið þar sem það er sjálfsagt mál að allir eigi bíl. Að það sé sjálfsagt mál að unglingar skuldsetji sig til að eignast fyrsta bílinn, að allir komi saman í pirringi yfir skorti á bílastæðum hér og þar. Að fólki þyki það algjörlega ómögulegt að notast við almenningssamgöngur, hvort sem er innan borgar eða utan. Af hverju teljum við sem ódýrasta notkun á einkabílnum til einhverra grundvallarmannréttinda? Og það er bannað að segja veðrið.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun