Meðfylgjandi myndir voru teknar á nýársfagnaði sem fram fór á Hótel Borg í gærkvöldi.
Hilmar Guðjónsson leikari sá til þess að prúðbúnum gestum leiddist ekki á meðan á borðhaldinu stóð. Söngkonan Sigríður Thorlacius úr Hjaltalín og hljómsveitin Orphix Oxtra sáu um tónlistina.
Þá var Magnús Scheving valinn best klæddi maður kvöldsins og Elínrós Líndal best klædda konan.