Tímaritið Women's Wear Daily hefur meðal annars fjallað um starfsemi Fabricly en Anna Wintour, ritstjóri bandaríska Vogue, er sögð lesa það blað reglulega til að fylgjast með nýjungum
innan tískuheimsins.
„Fabricly hjálpar fatahönnuðum við að koma línum sínum á markað. Þeir senda okkur hugmyndir að línum og við borgum fyrir prótótýpur, framleiðslu, myndatöku og fleira. Fötin eru síðan seld á vefsíðunni okkar og seinna munum við einnig selja í verslanir." Samstarfið er því svipað og milli plötufyrirtækja og tónlistarfólks.

„Við sáum tækifæri í því að fá kaupendur til að aðstoða okkur við valið á flíkum og koma þannig með vöru sem fólk vill kaupa. Við horfðum líka á hvernig fyrirtæki eins og Zara geta framleitt föt á fáeinum vikum og komist hjá því að framleiða of mikið af vöru, sem selst ekki, með því að framleiða í minni skömmtum." Vefsíða Fabricly er fabricly.com. - sm