Herbert Guðmunds: Pekingönd ómissandi á aðfangadagskvöld 1. nóvember 2011 00:01 „Og svo náttúrulega að sjá allar jólaskreytingarnar út um borg og bý og ég tala nú ekki um ef hann byrjar að snjóa á afangadagskvöld svona upp úr klukkan fjögur, hálf fimm," segir Herbert Guðmundsson. „Ég byrjaði að skreyta húsið um mánaðarmótin. Ég setti upp temmilega mikið af jólaljósum en þau eru skemmtileg þar sem þau birta allt upp í skammdeginu og gefa manni yl og birtu í hjartað," segir Herbert Guðmundsson tónlistarmaður aðspurður út í jólaundirbúninginn hjá honum í ár. „Pekingöndin er alltaf borðuð á mínu heimili á aðfangadagskvöld - fyllt að hætti popparans. Fyllingin er algjört sælgæti." „Í desember fer ég fljótlega að versla í matinn en þar er efst á lista pekingöndin sem er alltaf borðuð á mínu heimili á aðfangadagskvöld - fyllt að hætti popparans. Fyllingin er algjört sælgæti," segir Herbert. „Á annan í jólum er hangikjöt og þá helst kofareykt úr sveitinni ef hægt er. Það er oftast hægt vegna góðra sambanda síðan ég var í bóksölunni og hitti bændur landsins stóran hluta ársins á söluferðum um landið." „Þá sáust epli bara í búðum rétt fyrir jól og lyktin af þeim, vá það var sko jólailmurinn ógurlegi og ég fékk í jólagjöf lítinn traktor, gráan Massey Ferguson. Ég lék mér að honum öll jólin. Ógleymanlegt." „Síðan er það jólasúpan ómissandi sem er gömul ættarhefð sem ég lærði af móður minn en hún kallast „jólabrúnsúpan hennar mömmu". Ég fjárfesti í góðum nautabeinum sem soðin eru upp í svona þrjá til fjóra daga til að fá alvöru kraft í súpuna. Ég sýð upp í henni í síðasta skipti á þorláksmessu." „Þá er hangikjötið soðið líka til að fá jólalykt í húsið en hún kemur með suðu hangikjötsins og uppsetningu jólatrésins sem er náttúrulega lifandi tré." Herbert rifjar upp eftirminnileg jól þegar hann var aðeins sex ára gamall. „Það sem kemur mér í jólaskapið er þegar klukkurnar hringja inn jólin klukkan sex á aðfangadag, messan byrjar í útvarpinu og þegar ég heyri prestinn lesa jólaguðspjallið: Lúkas:2:1. Þá detta jólin inn í orðsins fylgstu merkingu." „Og svo náttúrulega að sjá allar jólaskreytingarnar út um borg og bý og ég tala nú ekki um ef hann byrjar að snjóa á afangadagskvöld svona upp úr klukkan fjögur, hálf fimm." Ógleymanleg jólaminning Herberts „Þegar ég var svona fimm eða sex ára og bjó inní Laugarnesi í gamla húsinu á hólnum þar sem Sigurður Ólafsson söngvari bjó líka ásamt fjöldskyldu og faðir minn kom heim með epli sem voru kölluð „delisíus" en það stóð „delux" á kassanum." „Hann vann hjá Johnson og Kaaber í útkeyrslu og kom heim með heilan kassa af eplum. Þá sáust epli bara í búðum rétt fyrir jól og lyktin af þeim, vá það var sko jólailmurinn ógurlegi og ég fékk í jólagjöf lítinn traktor, gráan Massey Ferguson." „Ég lék mér að honum öll jólin. Ógleymanlegt," úskýrir Herbert og segir að lokum: „Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla, hamingju og friðar á komandi ári."-elly@365.is Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Rafræn jólakort Jólin Frá ljósanna hásal Jól Lystaukandi forréttir Jól Jólavefur Vísis Jól
„Ég byrjaði að skreyta húsið um mánaðarmótin. Ég setti upp temmilega mikið af jólaljósum en þau eru skemmtileg þar sem þau birta allt upp í skammdeginu og gefa manni yl og birtu í hjartað," segir Herbert Guðmundsson tónlistarmaður aðspurður út í jólaundirbúninginn hjá honum í ár. „Pekingöndin er alltaf borðuð á mínu heimili á aðfangadagskvöld - fyllt að hætti popparans. Fyllingin er algjört sælgæti." „Í desember fer ég fljótlega að versla í matinn en þar er efst á lista pekingöndin sem er alltaf borðuð á mínu heimili á aðfangadagskvöld - fyllt að hætti popparans. Fyllingin er algjört sælgæti," segir Herbert. „Á annan í jólum er hangikjöt og þá helst kofareykt úr sveitinni ef hægt er. Það er oftast hægt vegna góðra sambanda síðan ég var í bóksölunni og hitti bændur landsins stóran hluta ársins á söluferðum um landið." „Þá sáust epli bara í búðum rétt fyrir jól og lyktin af þeim, vá það var sko jólailmurinn ógurlegi og ég fékk í jólagjöf lítinn traktor, gráan Massey Ferguson. Ég lék mér að honum öll jólin. Ógleymanlegt." „Síðan er það jólasúpan ómissandi sem er gömul ættarhefð sem ég lærði af móður minn en hún kallast „jólabrúnsúpan hennar mömmu". Ég fjárfesti í góðum nautabeinum sem soðin eru upp í svona þrjá til fjóra daga til að fá alvöru kraft í súpuna. Ég sýð upp í henni í síðasta skipti á þorláksmessu." „Þá er hangikjötið soðið líka til að fá jólalykt í húsið en hún kemur með suðu hangikjötsins og uppsetningu jólatrésins sem er náttúrulega lifandi tré." Herbert rifjar upp eftirminnileg jól þegar hann var aðeins sex ára gamall. „Það sem kemur mér í jólaskapið er þegar klukkurnar hringja inn jólin klukkan sex á aðfangadag, messan byrjar í útvarpinu og þegar ég heyri prestinn lesa jólaguðspjallið: Lúkas:2:1. Þá detta jólin inn í orðsins fylgstu merkingu." „Og svo náttúrulega að sjá allar jólaskreytingarnar út um borg og bý og ég tala nú ekki um ef hann byrjar að snjóa á afangadagskvöld svona upp úr klukkan fjögur, hálf fimm." Ógleymanleg jólaminning Herberts „Þegar ég var svona fimm eða sex ára og bjó inní Laugarnesi í gamla húsinu á hólnum þar sem Sigurður Ólafsson söngvari bjó líka ásamt fjöldskyldu og faðir minn kom heim með epli sem voru kölluð „delisíus" en það stóð „delux" á kassanum." „Hann vann hjá Johnson og Kaaber í útkeyrslu og kom heim með heilan kassa af eplum. Þá sáust epli bara í búðum rétt fyrir jól og lyktin af þeim, vá það var sko jólailmurinn ógurlegi og ég fékk í jólagjöf lítinn traktor, gráan Massey Ferguson." „Ég lék mér að honum öll jólin. Ógleymanlegt," úskýrir Herbert og segir að lokum: „Ég óska landsmönnum öllum gleðilegra jóla, hamingju og friðar á komandi ári."-elly@365.is
Jólafréttir Mest lesið Aðventan með Lindu Ben: Mjúkir kanilsnúðar með valhnetukaramellu Jól Gyðingakökur Jól Gyðingakökur ömmu eru jólin Jól Jóladagatal Vísis: Ofnæmi á ofnæmi ofan Jólin Jólasaga: Gamla jólatréð Jól Þegar jólaljósin kviknuðu Jól Rafræn jólakort Jólin Frá ljósanna hásal Jól Lystaukandi forréttir Jól Jólavefur Vísis Jól