Jógvan: Gott að heyra jólakveðjur frá bátunum í Færeyjum 1. nóvember 2011 00:01 „Síðustu dagana fram að jólunum eru alltaf lesnar upp jólakveðjur í útvarpinum frá bátunum sem eru á sjó frá Færeyjum og ég man hversu gott það var að heyra þær," segir Jógvan Hansen. „Ég hef alltaf verið mikið jólabarn. Ég er fæddur 28. desember svo ég og Jesús eigum afmæli í sömu viku. Sem mér finnst mikll heiður," svarar Jógvan Hansen söngvari. „Ég elska þegar byrjað er að spila jólalögin í útvarpinu," segir Jógvan og heldur áfram: „Ég væri til í að byrja jólin í október og láta þau standa yfir fram í mars." „Síðan þegar við erum komin heim klukkan sex er maturinn tilbúinn og lyktin sem kemur í húsið mundi örugglega fá alla Íslendinga til að gubba." „Ég elska kuldann, snjóinn, vindinn og rigninguna. Mér finnst vera svo mikill innblástur í vetrinum." „Ég fíla í botn þegar mikið er skreytt. Ég man samt sem krakki að það var aldri skreytt snemma heima hjá okkur." „Jólatréð var aldrei sett upp fyrr en 23. desember og það var líka fínt," segir hann. „Ég elska kuldann, snjóinn, vindinn og rigninguna. Mér finnst vera svo mikill innblástur í vetrinum." „Síðustu dagana fram að jólunum eru alltaf lesnar upp jólakveðjur í útvarpinum frá bátunum sem eru á sjó frá Færeyjum og ég man hversu gott það var að heyra þær," segir Jógvan. Íslendingar myndu gubba „24. desember klukkan hálfsex er sett kjöt í ofninn. Mamma sér um þetta. Hún er snillingur í jólamatnum. Á meðan mamma sér um matinn fara ég, pabbi Guri og Eyðun í kirkju og hlustum á prestinn lesa jólin inn." Friðrik Ómar og Jógvan Hansen flytja hvor um sig 10 sérvalin lög frá grann- og vinaþjóðunum Íslendingum og Færeyingum nýju plötunni þeirra „Vinalög". „Síðan þegar við erum komin heim klukkan sex er maturinn tilbúinn og lyktin sem kemur í húsið mundi örugglega fá alla Íslendinga til að gubba," útskýrir Jógvan einlægur. „En mér finnst þetta besta jólalykt sem maður getur fengið. Og þetta er það sem setur mig í jólaskap." „Í ár fer ég og Hrafnhildur heim til Færeyja að halda jólin," svarar hann aðspurður hvar í veröldinni hann fagnar jólunum í ár. „Við reynum að skiptast á annað hvert ár. En þetta verða fyrstu jólin hennar í Færeyjum." „Ég veit ekki hvað hún mun segja um signa kjötið okkar en hún verður bara að standa sig, sem ég veit að hún mun gera. Kannski við reynum að taka rjúpu með okkur heim - svoleiðis að hún fær sitt líka," segir hann brosandi.„Ég veit að þetta verða góð jól og okkur hlakkar mikið til að fara heim," segir Jógvan og kveður með hlýrri jólakveðju.-elly@365.is. Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Nýtir allan fuglinn Jólin
„Ég hef alltaf verið mikið jólabarn. Ég er fæddur 28. desember svo ég og Jesús eigum afmæli í sömu viku. Sem mér finnst mikll heiður," svarar Jógvan Hansen söngvari. „Ég elska þegar byrjað er að spila jólalögin í útvarpinu," segir Jógvan og heldur áfram: „Ég væri til í að byrja jólin í október og láta þau standa yfir fram í mars." „Síðan þegar við erum komin heim klukkan sex er maturinn tilbúinn og lyktin sem kemur í húsið mundi örugglega fá alla Íslendinga til að gubba." „Ég elska kuldann, snjóinn, vindinn og rigninguna. Mér finnst vera svo mikill innblástur í vetrinum." „Ég fíla í botn þegar mikið er skreytt. Ég man samt sem krakki að það var aldri skreytt snemma heima hjá okkur." „Jólatréð var aldrei sett upp fyrr en 23. desember og það var líka fínt," segir hann. „Ég elska kuldann, snjóinn, vindinn og rigninguna. Mér finnst vera svo mikill innblástur í vetrinum." „Síðustu dagana fram að jólunum eru alltaf lesnar upp jólakveðjur í útvarpinum frá bátunum sem eru á sjó frá Færeyjum og ég man hversu gott það var að heyra þær," segir Jógvan. Íslendingar myndu gubba „24. desember klukkan hálfsex er sett kjöt í ofninn. Mamma sér um þetta. Hún er snillingur í jólamatnum. Á meðan mamma sér um matinn fara ég, pabbi Guri og Eyðun í kirkju og hlustum á prestinn lesa jólin inn." Friðrik Ómar og Jógvan Hansen flytja hvor um sig 10 sérvalin lög frá grann- og vinaþjóðunum Íslendingum og Færeyingum nýju plötunni þeirra „Vinalög". „Síðan þegar við erum komin heim klukkan sex er maturinn tilbúinn og lyktin sem kemur í húsið mundi örugglega fá alla Íslendinga til að gubba," útskýrir Jógvan einlægur. „En mér finnst þetta besta jólalykt sem maður getur fengið. Og þetta er það sem setur mig í jólaskap." „Í ár fer ég og Hrafnhildur heim til Færeyja að halda jólin," svarar hann aðspurður hvar í veröldinni hann fagnar jólunum í ár. „Við reynum að skiptast á annað hvert ár. En þetta verða fyrstu jólin hennar í Færeyjum." „Ég veit ekki hvað hún mun segja um signa kjötið okkar en hún verður bara að standa sig, sem ég veit að hún mun gera. Kannski við reynum að taka rjúpu með okkur heim - svoleiðis að hún fær sitt líka," segir hann brosandi.„Ég veit að þetta verða góð jól og okkur hlakkar mikið til að fara heim," segir Jógvan og kveður með hlýrri jólakveðju.-elly@365.is.
Jólafréttir Mest lesið Kalkúnn með beikon- og pekanfyllingu Jólin Á jólunum er gleði og gaman Jól Jólafrómas að færeyskum hætti Jólin Notaleg jólastund í Sviss Jól Villibráð að hætti Jóa Fel: Krónhjörtur, sveppablanda og steiktar perur Jólin Glys og glamúr um hátíðarnar Jól Rauðkál með beikoni eða kanil Jól Súkkulaðikransatoppar Jólin Ömmumatur sem klikkar aldrei Jól Nýtir allan fuglinn Jólin