Ein af stjörnum morgundagsins 3. janúar 2011 00:00 Brynjar Sigurðsson hefur vakið töluverða athygli og var meðal annars valinn ein af stjörnum morgundagsins af Ronan og Erwan Bouroullec. Honum var í kjölfarið boðið að hanna forsíðuna fyrir Wallpaper. Fréttablaðið/Vilhelm Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper. Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Brynjar Sigurðsson stundar um þessar mundir nám í vöruhönnun við hinn virta svissneska skóla ECAL í Lausanne. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Brynjar þegar vakið mikla athygli. Brynjar Sigurðsson er einungis 24 ára en er þegar búinn með BA-próf í vöruhönnun við Listaháskóla Íslands. „Ég kláraði menntaskólann í MS en var alltaf tengdur einhverju skapandi. Ég ákvað að sækja um vöruhönnun þegar ég var að klára stúdentinn og hef eiginlega verið í þessu síðan þá, féll kylliflatur fyrir þessu," segir Brynjar, sem notaði jólafríið til að heimsækja vini og vandamenn. ECAL-skólinn í Lausanne, sem Brynjar er við nám í, þykir meðal þeirra fremstu á sínu sviði. Hann segir námið byggjast upp á mikilli keyrslu. „Þeir eru með ríka hefð fyrir góðum kennurum og verkefnin eru yfirleitt tengd einhverjum fyrirtækjum. Við erum hálfpartinn að framleiða verkefni á færibandi og náum ekkert að halda áfram með þau eða þróa almennilega fyrr en eftir útskrift. Draumurinn er auðvitað að einhver af þeim verði framleidd af stærri fyrirtækjum," útskýrir Brynjar en hann hefur meðal annars hannað barnaleikföng sem flugfélög ættu að geta nýtt sér. Brynjar hefur vakið feykilega mikla athygli fyrir hönnun sína þrátt fyrir að vera enn í námi. Nýlega völdu Ronan og Erwan Bouroullec, sem eru meðal fremstu hönnuða heims um þessar mundir, Brynjar sem eina af stjörnum morgundagsins í skapandi greinum fyrir tímaritið Wallpaper. Brynjari var í kjölfarið boðið að hanna forsíðu blaðsins fyrir janúarútgáfuna á þessu ári. Þykir það gríðarlegur heiður því Wallpaper er talið vera leiðandi í straumum og stefnum á þessu sviði. freyrgigja@frettabladid.isForsíðan sem Brynjar gerði fyrir Wallpaper.
Mest lesið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira