Watson stóð af sér áhlaup Mickelson á Torrey Pines Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 31. janúar 2011 11:00 Bubba Watson slær ekki bara langt - hann hefur nú sigrað á tveimur PGA mótum á ferlinum. AP Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.Úrslit mótsins. Mickelson var um 50 metra frá holu eftir annað höggið og hann lét kylfuberann standa við stöninga og taka hana úr eftir að boltinn fór á flug. Mickelson sló frábært högg og var ekki langt frá því að setja boltann ofaní holuna og tryggja sér bráðabana gegn hinum gríðarlega högglanga Watson. Watson lék samtals á 16 höggum undir pari og tryggði sér sigur á PGA móti í annað sinn á ferlinum. Hann sigraði á Travelers meistaramótinu á s.l. ári en hann var hársbreidd frá sigri á PGA meistaramótinu þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. „Ég er búinn að sýna það og sanna að ég get sigrað. Ég er aðeins 50% á eftir Phil Mickelson og 80% á eftir Tiger Woods og þeir þurfa því að gæta sín," sagði Watson í léttum tón í gær en hann þykir afar skemmtilegur kylfingur - örvhentur og slær hrikalega langt. „Ég er vonsvikinn með úrslitin. Markmiðið var að byrja keppnistímabilið með sigri, en að öðru leyti lék ég vel," sagði Mickelson Tiger Woods var á meðal keppenda og hann villa eflaust gleyma lokahringnum sem hann lék á 75 höggum. Hann endaði 15 höggum á eftir Watson og var í 44. sæti ásamt fleiri kylfingum. Woods hefur ekki byrjað keppnistímabil á PGA mótaröðinni eins illa frá því hann fékk fullan keppnisrétt á PGA mótaröðinni árið 1997. Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Bubba Watson sýndi það og sannaði í gær að hann er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu kylfinga heims þegar hann tryggði sér sigur á Farmer meistaramótinu á PGA mótaröðinni í golfi sem fram fór á Torrey Pines vellinum í San Diego. Fyrir sigurinn fékk Watson um 120 milljónir kr. í verðlaunafé.Úrslit mótsins. Mickelson var um 50 metra frá holu eftir annað höggið og hann lét kylfuberann standa við stöninga og taka hana úr eftir að boltinn fór á flug. Mickelson sló frábært högg og var ekki langt frá því að setja boltann ofaní holuna og tryggja sér bráðabana gegn hinum gríðarlega högglanga Watson. Watson lék samtals á 16 höggum undir pari og tryggði sér sigur á PGA móti í annað sinn á ferlinum. Hann sigraði á Travelers meistaramótinu á s.l. ári en hann var hársbreidd frá sigri á PGA meistaramótinu þar sem hann tapaði í bráðabana gegn Þjóðverjanum Martin Kaymer. „Ég er búinn að sýna það og sanna að ég get sigrað. Ég er aðeins 50% á eftir Phil Mickelson og 80% á eftir Tiger Woods og þeir þurfa því að gæta sín," sagði Watson í léttum tón í gær en hann þykir afar skemmtilegur kylfingur - örvhentur og slær hrikalega langt. „Ég er vonsvikinn með úrslitin. Markmiðið var að byrja keppnistímabilið með sigri, en að öðru leyti lék ég vel," sagði Mickelson Tiger Woods var á meðal keppenda og hann villa eflaust gleyma lokahringnum sem hann lék á 75 höggum. Hann endaði 15 höggum á eftir Watson og var í 44. sæti ásamt fleiri kylfingum. Woods hefur ekki byrjað keppnistímabil á PGA mótaröðinni eins illa frá því hann fékk fullan keppnisrétt á PGA mótaröðinni árið 1997.
Golf Mest lesið Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Fótbolti Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Fótbolti Man United ósátt við Marokkó og FIFA Enski boltinn KSÍ missti af meira en milljarði króna Fótbolti Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Eygló íþróttastjarna ársins í Reykjavík Sport Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn Fleiri fréttir Guðrún Brá efst eftir fyrsta hring í Marokkó Íslensku stelpurnar misstu einn keppnisdag vegna eldingarhættu Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira