Milljarða skattsvik norskra útvegsmanna 17. mars 2011 07:00 Fiskveiðar Norsk skattayfirvöld hafa flett ofan af stórfelldum efnahagsbrotum sjávarútvegsfyrirtækja þar í landi. Myndin er úr safni og tengist ekki efni fréttarinnar beint.Fréttablaðið/Jón Sigurður Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira
Norsk sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið staðin að stórfelldum efnahagsbrotum sem nema um þremur milljörðum norskra króna á síðasta ári. Sú upphæð jafngildir rúmum sextíu milljörðum íslenskra króna. Norska blaðið Dagens Næringsliv greindi frá þessu fyrir nokkru, en brotin, sem voru framin á síðasta ári, komu í ljós við yfirgripsmikla rannsókn skattayfirvalda, lögreglu og tollgæslunnar. Brotin felast meðal annars í löndun framhjá vigt, tryggingasvindli og undanskotum frá skatti við kvótaviðskipti. Brotum hefur fjölgað verulega milli ára, þar sem upphæð undanskota árið 2009 nam um 1,5 milljörðum norskra króna. Sølvi Åmo Albrigtsen, sem stjórnaði rannsókninni fyrir hönd skattayfirvalda, sagði í samtali við Dagens Næringsliv að sala fisks á svörtum markaði væri löngu kunn staðreynd. „Á margan hátt eru slík brot þó ástæða þess að við herðum eftirlitið,“ segir hún en bætir við að það komi henni þó á óvart hversu mikið skipulag virðist liggja á bak við brotin. Þau eigi sér stað bæði í veiðum og við sölu fisks. „Við höfum séð ákveðna tilhneigingu í þá átt að samband er milli aðila milli landa þar sem takmarkið er að fela gróða eða eignarhald, eða að einhver geri öðrum greiða þannig að fjármunir eru hvítþvegnir. Þess vegna verðum við að vera í reglulegu sambandi við stjórnvöld í öðrum löndum.“ Hún bætir því við að sífellt færist í vöxt að sjávarútvegsfyrirtæki komi fjármunum fyrir í skattaskjólum. Alvarlegri málin sem komu í ljós í rannsókninni verða send lögreglu en minniháttar mál verða afgreidd sem skattamál. Reidar Nilsen, formaður norsku sjómannasamtakanna, sem einnig eru fagsamtök sjávarútvegsfyrirtækja, segir í viðtali við Dagens Næringsliv að skattayfirvöld kasti með þessu rýrð á allan iðnaðinn. Aðalritari samtakanna, Jan Skjærvø, tekur undir það í pistli á vef samtakanna og segir að umfjöllun fjölmiðla sé ósanngjörn þar sem flest það sem fyrirtækin séu sökuð um snúist um túlkunaratriði á skattalöggjöf. Svipuð mál hafa komið upp hér á landi að sögn Bryndísar Kristjánsdóttur skattrannsóknarstjóra, sem segir að á annan tug mála sem tengjast sjávarútvegi séu til rannsóknar hjá embættinu. „Við höfum verið að rannsaka mál og varðar hluti þeirra ætluð undanskot á leigutekjum vegna aflaheimilda, en það er ekki hægt að segja að það sé eitthvað sambærilegt [við niðurstöðurnar í Noregi] eða almennt hér á landi.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Erlent „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Fleiri fréttir Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnjótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Sjá meira