Aldrei verið sóst eftir mælingum á mengun 23. febrúar 2011 06:00 Niðurrif Um 800 íbúðir í eigu Félagsbústaða voru reistar á þeim tíma sem PCB var notað í byggingarefni.fréttablaðið/hari Stefán Gíslason Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skaðlegu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkindum að finna í byggingum sem reistar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfisráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efnum í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftirspurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í gömlum byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gíslason telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúðir, hafa um árabil haft þá vinnureglu að umgangast gamlar byggingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáfumst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
Stefán Gíslason Hvorki verktakar né eigendur gamalla bygginga hafa nokkru sinni leitað eftir því að kannað sé hvort PCB-efni, sem flokkast sem krabbameinsvaldandi, leynist í húsum vegna niðurrifs eða viðhalds. Engin rannsókn hefur heldur verið gerð á því hvort, og þá í hversu miklu magni, PCB leynist í gömlum byggingum. Þeir sem taka mengunarhættuna alvarlega hafa engar upplýsingar um hvert á að leita. Stefán Gíslason, umhverfisstjórnunarfræðingur hjá UMÍS ehf. Environice, hefur vakið athygli á því að fyrst ekki hefur verið sýnt fram á að efnin finnist ekki í skaðlegu magni sé ástæða til að óttast að svo sé. Rannsókn Stefáns árið 2004 á PCB-mengun sýndi að tugi tonna af eiturefnunum er að öllum líkindum að finna í byggingum sem reistar voru hér á árabilinu 1956 til 1980. Það hafa sérfræðingar Umhverfisráðuneytisins staðfest, og telja enga ástæðu til að halda að minna sé af efnunum en í nágrannalöndunum. Kristín Ólafsdóttir, deildarstjóri eiturefnadeildar hjá Rannsóknastofu í lyfja- og eiturefnafræði Háskóla Íslands, segir að stofan gæti annast rannsókn á PCB-efnum í byggingum og úrgangi vegna niðurrifs eða viðhalds. Hins vegar hafi aldrei verið farið fram á slíkt. „Það værum við sem myndum gera slík próf ef það væri einhver eftirspurn eftir því.“ Kristín segir að klárlega sé PCB að finna í gömlum byggingum hér á landi en ekki liggi fyrir rannsóknir á því í hversu miklu magni. Stefán Gíslason telur hins vegar að návist við efnin hafi mikla heilsufarsáhættu í för með sér og það sé ástæðan fyrir því byggingaverkamenn sem vinna við viðhald og niðurrif séu taldir í sérstakri hættu. Félagsbústaðir, hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem á og rekur félagslegar leiguíbúðir, hafa um árabil haft þá vinnureglu að umgangast gamlar byggingar í þeirra eigu með það í huga að af þeim stafi mengunarhætta, þar á meðal vegna PCB. Þórarinn Magnússon, forstöðumaður framkvæmdadeildar Félagsbústaða, segir að prufur hafi verið teknar til að kanna efnainnihald við viðhald bygginga Félagsbústaða. Þær séu hins vegar enn í geymslu. „Við gáfumst upp á að láta rannsaka þetta hérna heima og gefum okkur það að þetta sé mengað.“ svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira