Brotamenn í meðferð og eftirlit sem dugir 23. febrúar 2011 05:30 Ögmundur Jónasson Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kveðst leggja þunga áherslu á að íslensk yfirvöld taki þátt í alþjóðlegu samstarfi til að uppræta glæpastarfsemi sem snýst um miðlun og vörslu á kynferðislegu ofbeldismyndefni af börnum. Fréttablaðið greindi frá því að tveir karlmenn hefðu nýlega verið teknir hér á landi með myndefni af þessu tagi eftir ábendingar frá Interpol og Europol. „Þetta eru einhverjir svívirðilegustu glæpir sem hægt er hugsa sér,“ segir Ögmundur, sem kveðst hafa hlýtt á fyrirlestur Michaels Moran, yfirmanns hjá Interpol, um slík ofbeldisverk gegn börnum, þegar Moran var staddur hér á landi á dögunum. „Hann beindi því til fólks að nota ekki orðið barnaklám vegna þess að athæfið fæli í sér glæpsamlegt atferli og ofbeldi gagnvart nauðugum börnum sem bæri að taka mjög fast á. Slík tilvik hafa komið upp hér á landi. Síðan getur það líka gerst í þessum heimi tölvu og niðurhals að ágengt efni þröngvi sér niður í tölvur einstaklinga þegar þeir eru að niðurhala annað efni. Þar með missir viðkomandi mannorð sitt, þótt hann hafi ekki haft ásetning um að gera það sem hann síðan er sakaður um. Í þessum málum sem öllum öðrum ber okkur því að fara fram af varúð og gæta þess að allar rannsóknir séu sem traustastar. Ella er hætta á að sá sem að ósekju er sakaður um að tengjast slíku efni hafni saklaus á galdrabrennubáli. Slíkt má ekki gerast.“ Ögmundur segir að refsing verði að hafa fælingarmátt. Koma verði í veg fyrir þessi svívirðilegu brot, grípa til ráðstöfunar til varnar börnum og koma brotamönnum í meðferð og eftirlit sem dugi í því skyni.- jss
Fréttir Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Fleiri fréttir Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Sjá meira