Lögreglan á Vestfjörðum leitar nú eins eða fleiri sem stálu gámi í eigu björgunarsveitarinnar á Drangsnesi.
Um er að ræða dósasöfnunargám sem staðsettur er við heitu pottana við þjóðveginn er liggur í gegnum þéttbýlið á Drangsnesi. Þjófnaðurinn uppgötvaðist á sunnudaginn 13. febrúar.
Ef einhver hefur upplýsingar sem varpað gætu ljósi á málið er sá beðinn að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450-3730.- jss
