Nýtt ólátapar í fæðingu 23. febrúar 2011 11:00 Nokkuð lík Búast má við því að fjölmiðlar beggja vegna Atlantshafsins fái sitthvað fyrir sinn snúð ef Rihanna og Colin Farrell verða par því þau kunna þá list að komast á forsíðurnar fyrir annað en hæfileika sína. Líkur sækir líkan heim, segir máltækið, og það virðist eiga við söngkonuna Rihönnu og írska leikarann Colin Farrell, sem samkvæmt The Sun eru farin að stinga saman nefjum. Rihanna og Colin Farrell hafa oft á tíðum komist á síður slúðurblaðanna fyrir óhefðbundið viðhorf til lífsins og sambandsins við hitt kynið. Farrell hefur átt í tygjum við margar af fegurstu konum heims og ákvað fyrir skemmstu að slíta sambandi sínu og leikkonunnar Alicju Bachleda-Curus þar sem hann væri ekki reiðubúinn að binda sig. Rihanna hefur hins vegar verið á tilraunakenndari nótum; breska pressan hefur til að mynda velt því fyrir sér hvort hún væri ekki meira upp á kvenhöndina eftir síðustu myndbönd þokkagyðjunnar frá Barbados, en hún var síðast í sambandi með hafnaboltaleikmanninum Matt Kemp. Þar áður var hún auðvitað með Chris Brown en samband þeirra rataði í heimspressuna eftir að hann lagði hendur á hana. Rihanna og Colin hittust fyrst í spjallþætti Grahams Norton skömmu fyrir jól og sjónarvottar tóku strax eftir því að þeim virtist líka vel við hvort annað. „Þau skiptust á símanúmerum og Rihanna hefur síðan verið dugleg að senda Colin erótísk smáskilaboð. Og hann hefur verið mjög hrifinn af þeim,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Þessi samdráttur þeirra tveggja virtist hafa verið óumflýjanlegur í þættinum því Colin byrjaði strax að hrósa kjól söngkonunnar og ekki minnkaði hrifninginn hjá Íranum þegar Rihanna fór að ræða alls konar vaxmeðferðir sem hún nýtti sér. Samkvæmt heimildum The Sun ætla þau tvö að hittast í Los Angeles við fyrsta tækifæri en eins og gefur að skilja er dagskrá þeirra beggja nokkuð þéttskipuð.- fgg Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
Líkur sækir líkan heim, segir máltækið, og það virðist eiga við söngkonuna Rihönnu og írska leikarann Colin Farrell, sem samkvæmt The Sun eru farin að stinga saman nefjum. Rihanna og Colin Farrell hafa oft á tíðum komist á síður slúðurblaðanna fyrir óhefðbundið viðhorf til lífsins og sambandsins við hitt kynið. Farrell hefur átt í tygjum við margar af fegurstu konum heims og ákvað fyrir skemmstu að slíta sambandi sínu og leikkonunnar Alicju Bachleda-Curus þar sem hann væri ekki reiðubúinn að binda sig. Rihanna hefur hins vegar verið á tilraunakenndari nótum; breska pressan hefur til að mynda velt því fyrir sér hvort hún væri ekki meira upp á kvenhöndina eftir síðustu myndbönd þokkagyðjunnar frá Barbados, en hún var síðast í sambandi með hafnaboltaleikmanninum Matt Kemp. Þar áður var hún auðvitað með Chris Brown en samband þeirra rataði í heimspressuna eftir að hann lagði hendur á hana. Rihanna og Colin hittust fyrst í spjallþætti Grahams Norton skömmu fyrir jól og sjónarvottar tóku strax eftir því að þeim virtist líka vel við hvort annað. „Þau skiptust á símanúmerum og Rihanna hefur síðan verið dugleg að senda Colin erótísk smáskilaboð. Og hann hefur verið mjög hrifinn af þeim,“ hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum. Þessi samdráttur þeirra tveggja virtist hafa verið óumflýjanlegur í þættinum því Colin byrjaði strax að hrósa kjól söngkonunnar og ekki minnkaði hrifninginn hjá Íranum þegar Rihanna fór að ræða alls konar vaxmeðferðir sem hún nýtti sér. Samkvæmt heimildum The Sun ætla þau tvö að hittast í Los Angeles við fyrsta tækifæri en eins og gefur að skilja er dagskrá þeirra beggja nokkuð þéttskipuð.- fgg
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira