Innblásið af íslenskri hefð 25. febrúar 2011 00:01 Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, fékk innblástur frá íslensku handverksfólki. Fréttablaðið/GVA Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk," útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum.Skrautið undir skónum smíðaði Steinunn Björnsdóttir fyrir Guðrúnu Eddu. Hælarnir á bláu skónum vísa til renndra stólfóta og skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinskóm. Skrautið um ökklann á rauðu skónum er sótt í hekl.„Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafsdóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því." Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmtileg vinna en ég hafði aldrei gert karlmannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dagana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu." Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vefsíðunni gudrunedda.com. heida@frettabladid.is HönnunarMars Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira
Guðrún Edda Einarsdóttir, vöru- og skóhönnuður, lærði skóhönnun við London College of Fashion, Cordwainers. Hún vann lokaverkefnið sitt út frá íslensku handverki eftir að hafa heimsótt íslenskt handverksfólk yfir kaffibolla. „Ég vildi vinna út frá Íslandi en maður sér landið í ljóma þegar maður er staddur í útlöndum. Guðrún Jónsdóttir, sem sér um félagsstarfið í Gerðubergi, kom mér í samband við handverksfólk," útskýrir Guðrún Edda og segir skemmtilegra að vera í beinu sambandi við fólk en að lesa sér til um handverk í bókum.Skrautið undir skónum smíðaði Steinunn Björnsdóttir fyrir Guðrúnu Eddu. Hælarnir á bláu skónum vísa til renndra stólfóta og skrautið er sótt í höfuðbúnaðinn á íslenskum faldbúningi. Gengið er frá kantinum á skónum eins og gert er á íslenskum sauðskinskóm. Skrautið um ökklann á rauðu skónum er sótt í hekl.„Þetta var mjög skemmtileg vinna. Þau Hjálmar Th. Ingimundarson, Eliane K. Hommersand, Jóna Þórarinsdóttir, Sigurborg Skúladóttir og Hallveig Ólafsdóttir unnu með mér að verkefninu. Ég heimsótti þau og spjallaði við hvert og eitt um handverkið og vann svo skóna út frá því." Guðrún Edda segir almennt ekki gefið að skóhönnuðir kunni að búa til skó. Áður en hún fór til náms í London vann hún við skóviðgerðir hjá Þráni skóara á Grettisgötu en í skólanum í London var einnig lögð áhersla á sníðagerð og saumaskap á skóm. Með námi vann hún hjá íslenska skófyrirtækinu Mörtu Jónsson í London og eftir að námi lauk vann hún í Kaupmannahöfn, meðal annars fyrir skóhönnuð í Kristjaníu og fyrir danska merkið Billibi. Guðrún Edda kom heim í haust og vann þá að frumgerðum fyrir hönnuðinn Sruli Recht. „Það var mjög krefjandi og skemmtileg vinna en ég hafði aldrei gert karlmannsskó áður. Nú er ég bara að skoða framhaldið. Þessa dagana er ég að undirbúa sýningu á HönnunarMars dagana 24. til 27. mars en draumurinn er að fara af stað með mína eigin skólínu." Nánar má forvitnast um hönnun Guðrúnar Eddu á vefsíðunni gudrunedda.com. heida@frettabladid.is
HönnunarMars Mest lesið „Rúrik Gíslason hefur sagt hæ við mig“ Lífið Jafet Máni selur íbúð með ræktarsal Lífið Ertu sauður? Fimm ráð sem geta forðað þér frá hjarðhegðun Lífið Segir spjallmenni Meta herja kynferðislega á börn Lífið Ástarsenur í viku tvö með stórleikaranum Lífið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Bíó og sjónvarp „Þarf ekkert að klífa Everest til að finnast ég einhvers virði“ Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Centro-hjónin selja Beverly Hills-villuna Lífið Fleiri fréttir Íslensk fyrirsæta slær í gegn á tískupöllum Mílanó Kláraði lögfræði meðan hún sat fyrir hjá Dior Heitasta handatískan í dag Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Með sálfræðigráðu á leið í skartgripahönnun í Róm Heklaði á sig forsýningarkjólinn Sjóðheit stemning á rauða dreglinum Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Sjá meira