Hreinsaðir af grun eftir tveggja ára rannsókn 25. febrúar 2011 06:30 Friðjón færður til yfirheyrslu Einn af þremur sem grunaðir eru um peningaþvætti íhugar að fara í mál vegna fjömiðlaumfjöllunar eftirað hann fékk lausn sinna mála. Fréttablaðið/Pjetur „Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi," segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Haraldur var ásamt Friðjóni bróður sínum og þriðja aðila grunaður um auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Málið kom upp eftir að um 250 milljóna króna millifærslur hjá Friðjóni og vini hans vöktu grunsemdir. Friðjón vann þá hjá fjármálafyrirtækinu Virðingu og átti einkahlutafélag með Haraldi sem var í viðskiptum við Virðingu. Snemma við rannsókn málsins kom í ljós að ekki var tilefni til lögreglurannsóknar. Haraldur telur að verulega hafi verið brotið gegn sér við meðferð ríkislögreglustjóra en honum var ekki gerð grein fyrir meintu sakarefni fyrr en á síðari stigum rannsóknar, sem stóð yfir í rúm tvö ár. Embættið tilkynnti honum bréfleiðis fyrir tæpum hálfum mánuði að rannsókn málsins hefði verið hætt. Það sama á við um aðra í málinu. „Ég hef beðið mikinn skaða af þessu ferli öllu. DV gekk mjög langt í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli og gerði sitt ýtrasta til að draga nafn föður míns heitins inn í málið. Ég íhuga nú að leita réttar míns," segir Haraldur en hann og Friðjón eru synir Þórðar Friðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, sem lést fyrir skömmu. - jab Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira
„Þetta mál hefði aldrei átt að koma til enda byggðist það á misskilningi," segir Haraldur I. Þórðarson sem íhugar nú að höfða skaðabótamál eða krefjast rannsóknar á vinnubrögðum efnahagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra. Haraldur var ásamt Friðjóni bróður sínum og þriðja aðila grunaður um auðgunarbrot og brot á lögum um peningaþvætti. Málið kom upp eftir að um 250 milljóna króna millifærslur hjá Friðjóni og vini hans vöktu grunsemdir. Friðjón vann þá hjá fjármálafyrirtækinu Virðingu og átti einkahlutafélag með Haraldi sem var í viðskiptum við Virðingu. Snemma við rannsókn málsins kom í ljós að ekki var tilefni til lögreglurannsóknar. Haraldur telur að verulega hafi verið brotið gegn sér við meðferð ríkislögreglustjóra en honum var ekki gerð grein fyrir meintu sakarefni fyrr en á síðari stigum rannsóknar, sem stóð yfir í rúm tvö ár. Embættið tilkynnti honum bréfleiðis fyrir tæpum hálfum mánuði að rannsókn málsins hefði verið hætt. Það sama á við um aðra í málinu. „Ég hef beðið mikinn skaða af þessu ferli öllu. DV gekk mjög langt í ósmekklegum fullyrðingum í þessu máli og gerði sitt ýtrasta til að draga nafn föður míns heitins inn í málið. Ég íhuga nú að leita réttar míns," segir Haraldur en hann og Friðjón eru synir Þórðar Friðjónssonar, fyrrverandi forstjóra Kauphallarinnar, sem lést fyrir skömmu. - jab
Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Fyrstu trén felld á morgun Innlent Girnist Gasa og vill íbúana burt Erlent Líkamsárás, hótanir og umferðarslys Innlent Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Innlent Fleiri fréttir „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Hálfs árs dómur yfir skólastjóra fyrir umboðssvik Foreldrar Bryndísar Klöru í Kompás Fékk að borða hjá hjónunum þegar hann var svangur Ungir nágrannar heyrðu óvenjuleg hljóð frá heimili hjónanna Miðflokkurinn gagnrýnir að Daði Már flytji tölu Tryggja varnir Sjúkratrygginga eftir stórfelld fjársvik verkefnastjóra Sprungin dekk og ónýtar felgur Óvíst hversu langan tíma myndun meirihluta tekur Kennarar klæðast svörtu í dag Hinn grunaði hafi verið svakalega duglegur og greindur Kennarar íhuga næstu skref og óvissa um borgarstjórnarmeirihluta Sjá meira