Einkarekstrarformið dautt í bili segir BVS 26. febrúar 2011 06:00 Árbót í aðaldal Bragi telur að samningarnir við Árbót og Torfastaði hafi skapað fordæmi í máli Götusmiðjunnar sem erfitt hefði verið fyrir Barnaverndarstofu að hunsa. Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Bragi Guðbrandsson „Ég held að í ljósi þessarar skýrslu þá sé þetta einkarekstrarform dautt í bili,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um harðorða skýrslu Ríkisendurskoðunar frá því á fimmtudag. Í skýrslunni er sjónum einkum beint að svokölluðu Árbótarmáli og 30 milljóna bótagreiðsla til eigenda heimilisins, sem þáverandi félags- og fjármálaráðherra ákváðu, sögð hafa gengið í gegn án nokkurrar lagaskyldu eða málefnalegra röksemda. Þá er einnig vikið að öðrum uppgjörsgreiðslum, til heimilanna Torfastaða og Götusmiðjunnar, sem þó eru sagðar ósambærilegar. Bragi segir að skýrslan sýni að slík óvissa ríki um það hvernig fara skuli með framkvæmd þjónustusamninga um rekstur meðferðarheimila að það sé ekki vinnandi vegur að halda einkarekstrarforminu til streitu án þess að verulegar breytingar verði á. Bragi segist í heildina ánægður með skýrslu Ríkisendurskoðunar. „Því hún tekur í öllum meginatriðum undir þau sjónarmið sem Barnaverndarstofa hefur haldið á lofti í tengslum við þessi starfslok meðferðarheimila í gegnum árin, ekki síst er varðar Árbótarmálið.“ Bragi segir að það sé aðallega afstaða Ríkisendurskoðunar til uppgjörsins við Götusmiðjuna sem veldur honum vonbrigðum. Götusmiðjan fékk um 34 milljóna greiðslu, 14 vegna launa starfsfólks og 20 vegna gamalla skulda. „Það má skilja á skýrslunni að það sé sjónarmið Ríkisendurskoðunar að það hefði átt að rifta samningnum á nokkurra bóta. Það finnst mér fullglannaleg niðurstaða með hliðsjón af því að starfsfólkið hafði ekki aðeins fyrirvaralaust misst atvinnu sína heldur stóð líka frammi fyrir að vera launalaust á uppsagnartíma. Auk þess var alveg fyrirsjáanlegt að hefðum við rift samningi einhliða þá hefðu í því falist málaferli með ófyrirséðri útkomu,“ útskýrir Bragi. Bragi segir að það sé vissulega rétt að stofnað hafi verið til skuldanna sem bættar voru áður en þjónustusamningurinn við Barnaverndarstofu kom til. Hins vegar hafi rót þeirra verið vegna meðferðarúrræða fyrir ungmenni og því þótti ekki forsvaranlegt að keyra forstöðumanninn í þrot. Þar að auki hafi samningar félagsmálaráðuneytisins við Torfastaði og Árbót – en sá samningur var langt kominn þegar samið var við Götusmiðjuna – sett fordæmi sem erfitt var að hunsa. stigur@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira