Liðsmenn meirihlutaflokka ekki einhuga 26. febrúar 2011 03:00 Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra er andvígur því að stjórnlagaþingmenn úr ógildri kosningu verði skipaðir í stjórnlagaráð í staðinn.FRéttablaðið/Stefán Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra úr VG, sagði í gær að tillagan gengi gegn dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður úr Framsóknarflokki, lýsti sig sömuleiðis andvígan tillögunni í gær og er því á öndverðum meiði við Höskuld Þórhallsson, flokksbróður sinn úr þingmannanefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að þingsályktunartillaga um stjórnlagaþingið yrði lögð fram á næstu dögum. Enn fremur yrði lagt fram frumvarp um að afnema lögin sem kosið var eftir til stjórnlagaþingsins. „Ég á ekki von á öðru en að tillagan njóti yfirgnæfandi stuðnings í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir alla þrjá þingmenn flokksins styðja málið þótt það sé á veikum grunni. „Það sem skipti höfuðmáli í okkar huga er að það sé í höndum ráðsins hvenær það kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sínar tillögur,“ segir Birgitta sem kveður þetta atriði munu verða skýrt í þingsályktunartillögunni. Sjálfstæðismenn skiluðu einir minnihlutaáliti í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði alla liðsmenn hans andvíga tillögunni. „Við erum algjörlega á móti þessum skrípaleik og teljum þetta skýrt merki um einbeittan vilja til að sniðganga vilja Hæstaréttar,“ segir Einar. - gar Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Ekki er alger einhugur í flokkunum fjórum sem stóðu að áliti meirihluta nefndar um að 25 einstaklingar sem efstir urðu í ógildu kjöri til stjórnlagaþings verði skipaðir í sérstakt stjórnlagaráð. Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra úr VG, sagði í gær að tillagan gengi gegn dómi Hæstaréttar um ógildingu kosningarinnar. Birkir Jón Jónsson, alþingismaður úr Framsóknarflokki, lýsti sig sömuleiðis andvígan tillögunni í gær og er því á öndverðum meiði við Höskuld Þórhallsson, flokksbróður sinn úr þingmannanefndinni. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði í gær að þingsályktunartillaga um stjórnlagaþingið yrði lögð fram á næstu dögum. Enn fremur yrði lagt fram frumvarp um að afnema lögin sem kosið var eftir til stjórnlagaþingsins. „Ég á ekki von á öðru en að tillagan njóti yfirgnæfandi stuðnings í þingflokki Samfylkingarinnar,“ segir þingflokksformaðurinn Þórunn Sveinbjarnardóttir. Birgitta Jónsdóttir, formaður þingflokks Hreyfingarinnar, segir alla þrjá þingmenn flokksins styðja málið þótt það sé á veikum grunni. „Það sem skipti höfuðmáli í okkar huga er að það sé í höndum ráðsins hvenær það kallar eftir þjóðaratkvæðagreiðslu um sínar tillögur,“ segir Birgitta sem kveður þetta atriði munu verða skýrt í þingsályktunartillögunni. Sjálfstæðismenn skiluðu einir minnihlutaáliti í nefndinni. Einar K. Guðfinnsson, varaformaður þingflokks sjálfstæðismanna, sagði alla liðsmenn hans andvíga tillögunni. „Við erum algjörlega á móti þessum skrípaleik og teljum þetta skýrt merki um einbeittan vilja til að sniðganga vilja Hæstaréttar,“ segir Einar. - gar
Fréttir Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira