Lifa bóhemlífi í München 26. febrúar 2011 14:00 Njóta lífsins Sævar og Erla njóta lífsins og búa ýmist í Reykjavík eða München. Þar er Sævar með sitt eigið stúdíó og þau hjón sækja listasöfn af kappi og skoða meistara á borð við Picasso. Sævar segist njóta þess í ystu æsar að mála á striga og meðfylgjandi er ein mynda hans. „Ég seldi fyrirtækið áður en kreppan skall á en var samt enn fullur af fjöri. Ég rak auðvitað gallerí í tuttugu ár og núna fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina fyrir framan strigann,“ segir Sævar Karl Ólason, fyrrum kaupmaður. Hann er orðinn myndlistarmaður, málar nú form og expressjónalísk málverk og hefur enduruppgötvað sjálfan sig. „Ég fæ útrás á striganum og þetta tengist náttúrulega líka faginu. Atvinna mín var auðvitað að pæla í hlutföllum, raða saman og finna réttu samsetningarnar á litum.“ Nafn Sævars hefur yfirleitt verið tengt glæsilegum jakkafötum frá flottustu tískuhúsum heims en árið 2007 dró hann sig út úr þeim bransa og það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, una sér hins vegar vel, dvelja ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða hjá Bæjurum í München. Og þar drekkur Sævar í sig listina og þau hjónin eru dugleg að sækja söfn. „Hér er hægt að sjá allt það besta í myndlist, Picasso og alla þessa miklu meistara,“ segir Sævar sem kann ákaflega vel við sig í München, telur þetta vera fallegustu borg Þýskalands. Sævar hefur jafnframt sótt tíma hjá færum málurum í Þýskalandi og er með sitt eigið stúdíó. Ekki skemmir náttúrufegurðin í Bæjararalandi heldur fyrir og Sævar segist gera mikið af því að fara út í náttúruna og mála. En málaralistin og ástríðan fyrir að mála er ekkert ný af nálinni. Því Sævar sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og var síðan gestanemandi í Listaháskóla Íslands í tvö ár í kringum aldamótin. „Ég sótti nokkrum sinnum um en komst ekki inn. Síðan var mér bara boðin innganga, þeir gera þetta oft. Ætli það hafi ekki verið fyrir viðleitni.“ Sævar segist hins vegar hafa neyðst til að leggja penslana á hilluna því listamannadraumurinn var farinn að bitna á fyrirtækinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Sævar og Erla njóti lífsins og Sævar fer að hlæja þegar hann er spurður hvort þau séu farin að lifa hálfgerðu bóhemlífi. „Jú, ætli það ekki bara.“ freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira
„Ég seldi fyrirtækið áður en kreppan skall á en var samt enn fullur af fjöri. Ég rak auðvitað gallerí í tuttugu ár og núna fæ ég útrás fyrir sköpunargleðina fyrir framan strigann,“ segir Sævar Karl Ólason, fyrrum kaupmaður. Hann er orðinn myndlistarmaður, málar nú form og expressjónalísk málverk og hefur enduruppgötvað sjálfan sig. „Ég fæ útrás á striganum og þetta tengist náttúrulega líka faginu. Atvinna mín var auðvitað að pæla í hlutföllum, raða saman og finna réttu samsetningarnar á litum.“ Nafn Sævars hefur yfirleitt verið tengt glæsilegum jakkafötum frá flottustu tískuhúsum heims en árið 2007 dró hann sig út úr þeim bransa og það var eins og jörðin hefði gleypt hann. Sævar og eiginkona hans, Erla Þórarinsdóttir, una sér hins vegar vel, dvelja ýmist á heimili sínu í Reykjavík eða hjá Bæjurum í München. Og þar drekkur Sævar í sig listina og þau hjónin eru dugleg að sækja söfn. „Hér er hægt að sjá allt það besta í myndlist, Picasso og alla þessa miklu meistara,“ segir Sævar sem kann ákaflega vel við sig í München, telur þetta vera fallegustu borg Þýskalands. Sævar hefur jafnframt sótt tíma hjá færum málurum í Þýskalandi og er með sitt eigið stúdíó. Ekki skemmir náttúrufegurðin í Bæjararalandi heldur fyrir og Sævar segist gera mikið af því að fara út í náttúruna og mála. En málaralistin og ástríðan fyrir að mála er ekkert ný af nálinni. Því Sævar sótti námskeið hjá Myndlistaskóla Reykjavíkur og var síðan gestanemandi í Listaháskóla Íslands í tvö ár í kringum aldamótin. „Ég sótti nokkrum sinnum um en komst ekki inn. Síðan var mér bara boðin innganga, þeir gera þetta oft. Ætli það hafi ekki verið fyrir viðleitni.“ Sævar segist hins vegar hafa neyðst til að leggja penslana á hilluna því listamannadraumurinn var farinn að bitna á fyrirtækinu. Það er ekki hægt að segja neitt annað en að Sævar og Erla njóti lífsins og Sævar fer að hlæja þegar hann er spurður hvort þau séu farin að lifa hálfgerðu bóhemlífi. „Jú, ætli það ekki bara.“ freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Lífið Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Lífið Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Lífið Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Lífið „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Lífið Emma Watson svipt ökuleyfinu Lífið Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið Connie Francis er látin Lífið Yngsti gusumeistari landsins Lífið Fleiri fréttir Coldplay kom óvart upp um framhjáhald forstjórans Útilokar fimmta hjónabandið: „Ég held ég sé búinn með það“ Sýnishorn úr nýjustu mynd Hlyns Pálmasonar Pete Davidson að verða pabbi: „Nú vita allir að við sváfum saman“ Af hverju vinkar Teslan alltaf á sama stað? Connie Francis er látin „Maður þarf alltaf að hafa augun opin“ „Ég gat ekki haldið aftur tárunum“ Birta og Króli eiga von á dreng Sumarlegt og ofurhollt kínóasalat að hætti Jönu Emma Watson svipt ökuleyfinu Yngsti gusumeistari landsins Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Sjá meira