Taílenskur Fiskmarkaður 9. mars 2011 00:01 Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. Mynd/Stefán Taílenskur matur verður í forgrunni á Fiskmarkaðnum á meðan Food and Fun stendur yfir því gestakokkurinn Morten Döjfstrup starfar á taílenska veitingahúsinu Kiin Kiin í Kaupmannahöfn. „Kiin Kiin sérhæfir sig í flottum taílenskum mat, sem er öðruvísi en heimilismaturinn sem er í boði á hefðbundnum taílenskum veitingahúsum,“ segir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. „Við reynum alltaf að fá gestakokkana til að nota íslenskt hráefni en þeir setja síðan sinn stíl á matinn þannig að gestir eiga von á allt annarri upplifun en þeir eru vanir á Fiskmarkaðnum.“ Hrefna Rósa hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi og segir þetta vera eins og nokkurs konar kokkaárshátíð. „Allir helstu veitingastaðir á Íslandi taka þátt í Food and Fun og umgjörðin er öll mjög skemmtileg. Svo kynnist maður mörgum erlendum kokkum og fær ferska sýn á það helsta sem er að gerast í matargerðarlistinni.” Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið
Taílenskur matur verður í forgrunni á Fiskmarkaðnum á meðan Food and Fun stendur yfir því gestakokkurinn Morten Döjfstrup starfar á taílenska veitingahúsinu Kiin Kiin í Kaupmannahöfn. „Kiin Kiin sérhæfir sig í flottum taílenskum mat, sem er öðruvísi en heimilismaturinn sem er í boði á hefðbundnum taílenskum veitingahúsum,“ segir Hrefna Rósa Sætran, eigandi Fiskmarkaðarins. „Við reynum alltaf að fá gestakokkana til að nota íslenskt hráefni en þeir setja síðan sinn stíl á matinn þannig að gestir eiga von á allt annarri upplifun en þeir eru vanir á Fiskmarkaðnum.“ Hrefna Rósa hefur tekið þátt í Food and Fun frá upphafi og segir þetta vera eins og nokkurs konar kokkaárshátíð. „Allir helstu veitingastaðir á Íslandi taka þátt í Food and Fun og umgjörðin er öll mjög skemmtileg. Svo kynnist maður mörgum erlendum kokkum og fær ferska sýn á það helsta sem er að gerast í matargerðarlistinni.”
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Geggjaðar gellur í gæsun Grímu Thorarensen Lífið Felix kveður Eurovision Lífið Ótrúlegustu atvik geta veitt innblástur Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Ein óvæntustu úrslit Eurovision-sögunnar Lífið Ísland fékk stig frá þessum löndum Lífið Skúli bauð Grímu að fara frá sér í kjölfar falls WOW air Lífið Ísraelska söngkonan biðlar til Íslendinga á íslensku Lífið