Henriksen aftur á Dilli 9. mars 2011 00:01 Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Dills.Mynd/GVA Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Dills, fær til sín danska kokkinn Claus Henriksen sem vann Food & Fun keppnina árið 2009.mynd/gva Veitingastaðurinn Dill hefur skapað sér góðan orðstír fyrir nýnorræna matargerð. Nú hafa eigendur staðarins fengið til liðs við sig danskan matreiðslumann sem vann Food and Fun keppnina fyrir tveimur árum. „Við erum svo heppnir að fá til okkar Claus Henriksen, matreiðslumann frá danska veitingastaðnum Dragsholmslot,“ segir Gunnar Karl Gíslason, annar eigenda veitingastaðarins Dills. „Það verður enginn svikinn af eldamennskunni hans en Claus var með okkur árið 2009 og vann Food and Fun keppnina þá. Með okkur hefur haldist góður kunningsskapur síðan og við höfum brallað margt saman, meðal annars haldið fyrirlestur á Slow Food á Ítalíu og veislu í Berlín.“ Claus hefur sett saman spennandi matseðil í nýnorrænum stíl en Gunnar segir hann sérfræðing í nýnorrænni matargerð eftir áralangt starf á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. „Claus verður með spennandi snúning á íslenskri önd. Í desertinn blandar hann saman skyri og grænmeti, sem hljómar enn meira spennnandi, en Claus notar mikið grænmeti í sína rétti,“ útskýrir Gunnar. „Stutt frá Dragsholmslot er einn besti grænmetisbóndi Dana og Claus vinnur mikið með honum. Hann er sjálfur með stóran kryddjurtagarð fyrir utan veitingastaðinn og nýtir einnig hráefni úr skógi þar í kring. Þetta verður eins norrænt og það gerist.“ Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Gunnar Karl Gíslason, matreiðslumaður og eigandi veitingastaðarins Dills, fær til sín danska kokkinn Claus Henriksen sem vann Food & Fun keppnina árið 2009.mynd/gva Veitingastaðurinn Dill hefur skapað sér góðan orðstír fyrir nýnorræna matargerð. Nú hafa eigendur staðarins fengið til liðs við sig danskan matreiðslumann sem vann Food and Fun keppnina fyrir tveimur árum. „Við erum svo heppnir að fá til okkar Claus Henriksen, matreiðslumann frá danska veitingastaðnum Dragsholmslot,“ segir Gunnar Karl Gíslason, annar eigenda veitingastaðarins Dills. „Það verður enginn svikinn af eldamennskunni hans en Claus var með okkur árið 2009 og vann Food and Fun keppnina þá. Með okkur hefur haldist góður kunningsskapur síðan og við höfum brallað margt saman, meðal annars haldið fyrirlestur á Slow Food á Ítalíu og veislu í Berlín.“ Claus hefur sett saman spennandi matseðil í nýnorrænum stíl en Gunnar segir hann sérfræðing í nýnorrænni matargerð eftir áralangt starf á veitingastaðnum Noma í Kaupmannahöfn. „Claus verður með spennandi snúning á íslenskri önd. Í desertinn blandar hann saman skyri og grænmeti, sem hljómar enn meira spennnandi, en Claus notar mikið grænmeti í sína rétti,“ útskýrir Gunnar. „Stutt frá Dragsholmslot er einn besti grænmetisbóndi Dana og Claus vinnur mikið með honum. Hann er sjálfur með stóran kryddjurtagarð fyrir utan veitingastaðinn og nýtir einnig hráefni úr skógi þar í kring. Þetta verður eins norrænt og það gerist.“
Food and Fun Veitingastaðir Mest lesið Fékk Laufeyju í afmælið: „Maggi bróðir hefur alltaf verið betri en aðrir að gefa gjafir“ Lífið Hélt auganu en missti af frumsýningu eftir að hafa fengið golfkúlu í andlitið Lífið Slappur smassborgari Gagnrýni Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Tíska og hönnun „Lífið gefur okkur mislangan tíma og ég vil nýta minn til hins ýtrasta“ Lífið Heitasta hámhorfið í haust Lífið Helen Óttars og Rubin Pollock slá sér upp Lífið Leikkonur á túr: Fimm verstu rasshausa-ummælin Lífið Vakti yfir sofandi sonunum vopnuð hnífi Lífið Stíflaður mjólkurkirtill reyndist ólæknandi krabbamein Lífið Fleiri fréttir „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira