Indíánamynstur & litagleði 15. mars 2011 06:00 Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Lazaro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólanum. McCollough og Hernandez sameinuðu krafta sína í útskriftarverkefni þeirra frá skólanum og slógu strax í gegn. Útskriftarlínan í heild sinni var keypt af hinni þekktu verslun Barneys New York og eftir það varð ekki aftur snúið. Ný haustlína tískuhússins var frumsýnd á tískuvikunni í New York fyrir stuttu og hafa McCollough og Hernandez fengið mikið lof fyrir hana. Fatnaðurinn er litríkur og klæðilegur og fengu hönnuðirnir innblásturinn að honum er þeir voru á ferðalagi um Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar heilluðust þeir af mynstri er prýddi teppi indíána og hönnuðu í kjölfarið sína eigin útgáfu af því.Hernandez og McCollough þakka fyrir sig að lokinni sýningu. Nafn tískuhússins er samsett úr eftirnöfnum mæðra þeirra beggja. Nordicphotos/gettyx Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira
Tískuhúsið Proenza Schouler þykir með þeim mest spennandi um þessar mundir. Hönnunartvíeykið Jack McCollough og Lazaro Hernandez kynntist árið 1998 er þeir voru við nám í Parsons-hönnunarskólanum. McCollough og Hernandez sameinuðu krafta sína í útskriftarverkefni þeirra frá skólanum og slógu strax í gegn. Útskriftarlínan í heild sinni var keypt af hinni þekktu verslun Barneys New York og eftir það varð ekki aftur snúið. Ný haustlína tískuhússins var frumsýnd á tískuvikunni í New York fyrir stuttu og hafa McCollough og Hernandez fengið mikið lof fyrir hana. Fatnaðurinn er litríkur og klæðilegur og fengu hönnuðirnir innblásturinn að honum er þeir voru á ferðalagi um Santa Fe í Nýju Mexíkó. Þar heilluðust þeir af mynstri er prýddi teppi indíána og hönnuðu í kjölfarið sína eigin útgáfu af því.Hernandez og McCollough þakka fyrir sig að lokinni sýningu. Nafn tískuhússins er samsett úr eftirnöfnum mæðra þeirra beggja. Nordicphotos/gettyx
Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Sjá meira