Sér fötin fyrir sér 10. mars 2011 13:00 Fréttablaðið/Arnþór Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." gun@frettabladid.is Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira
Menntaskólamærin Marta Heiðarsdóttir hefur fengist við saumaskap í frístundum síðustu ár. Í fataskápnum hennar Mörtu er fullt af kjólum, dressum, stuttbuxum og blússum eftir hana sjálfa. Samt er hún bara sautján ára. „Það var í 8. bekk sem ég fór að gera eitthvað frá eigin brjósti í textíltímunum en það var ekki fyrr en í 10. bekk sem ég fór að sauma eitthvað af viti," segir hún þegar blaðamaður furðar sig á afköstunum. Marta er á félagsfræðibraut í Menntaskólanum í Hamrahlíð og sér um tískuþátt í skólablaðinu. Einnig tók hún þátt í búningagerð fyrir leiksýningu skólans í fyrra. Að öðru leyti er saumaskapurinn áhugamál. Hún var svo heppin að fá forláta saumavél ömmu sinnar til afnota, einnig fékk hún overlook-vél í afmælisgjöf og faðir hennar sem er feldskeri gaf henni gínu.Marta situr gjarnan við saumavélina þegar tími gefst frá menntaskólanáminu.„Ég byrjaði á að kaupa föt í Kolaportinu og breyta þeim en nú er ég farin að sauma meira frá grunni," segir Marta. Hún kveðst ekki teikna flíkurnar fyrst, heldur sauma þær bara eftir huganum því hún sjái þær fyrir sér. Ekki kveðst Marta búin að ákveða hvort hún leggi hönnun og fataiðn fyrir sig í framtíðinni en dömur í kringum hana eru komnar á bragðið. „Systir mín á nokkra kjóla eftir mig og ég gaf vinkonu minni einn í afmælisgjöf," segir Marta hæversk. „Svo gaf ein stelpa vinkonu sinni það í jólagjöf að ég saumaði handa henni kjól, það er eini saumaskapurinn sem ég hef fengið borgað fyrir." gun@frettabladid.is
Mest lesið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Tíska og hönnun „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Fleiri fréttir „Best að vera allsber úti í náttúrunni“ Drottningar landsins kjörnuðu sig með Ernu Bergmann Marteinn Högni nýr framkvæmdastjóri Húrra „Núna þori ég miklu meira“ „Þetta kom mér jafnmikið á óvart eins og öðrum“ Stálu senunni í París Byrjaði fjögurra ára í búningaleik og hætti aldrei Katrín og Inga Rut í stjórn Miðstöðvar hönnunar og arkitektúrs Það allra heitasta í sumarförðuninni Sjá meira