Klíkustríð kostar þrjú líf í Kaupmannahöfn 15. mars 2011 06:00 Ofbeldishrina Fjölmörg mál tengd deilum glæpahópa hafa komið til kasta lögreglu að undanförnu. Þrír hafa látið lífið á innan við viku. Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Magnús Sveinn Jónsson Þrír ungir menn eru látnir eftir röð ofbeldisverka í Kaupmannahöfn síðustu daga. Atvikin eru talin hluti af deilum glæpamanna af erlendum uppruna. Enginn hefur enn verið handtekinn í tengslum við morðin. Síðasta atvikið var þegar 19 ára piltur lést af sárum sínum aðfaranótt mánudags, en hann varð fyrir skoti á götu úti í Norðurbrú á sunnudagskvöld. Þrír menn stukku út úr bifreið í Blågårdsgade og hleyptu af skotum á hóp manna. Hinn látni, sem er danskur ríkisborgari af innflytjendaættum, fékk skot í bakið, en aðra sakaði ekki. Hin tvö tilvikin voru þar sem 24 ára íraskur maður fannst látinn af völdum stungusára við Kristjánshöfn á laugardag og á fimmtudag lést 19 ára Sómali í skotárás í Husum-hverfinu þar sem tveir aðrir særðust, þó ekki lífshættulega. Morðið á sunnudagskvöld var fimmta skotárásin í Kaupmannahöfn og nágrenni á einni viku og hefur lögreglan eflt mjög viðbúnað sinn síðustu daga. Mennirnir sem létust voru ekki þekktir glæpamenn, þótt þeir hafi verið viðloðandi glæpagengi. Sérfræðingar í málum tengdum þessum hópum segja að líklegast séu bæði fórnarlömbin og gerendur undirmenn í klíkunum. Alls óvíst er þó að árásirnar tengist og óljóst er um hvað deilurnar snúast. „Ég held meira að segja að þeir viti ekki einu sinni sjálfir hvað málið snýst um," segir Knud Hvass, yfirmaður glæpagengjadeildar lögreglunnar í Kaupmannahöfn við danska fjölmiðla. Hann segir að ekkert bendi til þess að mótorhjólagengi líkt og Vítisenglar séu viðriðin þessi mál. „Þetta eru innflytjendagengin sem eru að berjast innbyrðis." Að sögn Magnúsar Sveins Jónssonar, námsmanns sem hefur verið búsettur í borginni síðustu misseri, reyna Íslendingar þar að láta þessi atvik sem minnst á sig fá. „Maður heyrir af og til af einhverjum skotárásum en persónulega breytir það litlu fyrir mig. Ég er ekki hræddur úti á kvöldin þótt ég búi niðri í miðbæ." Magnús bætir því þó við að fólk sé ef til vill á varðbergi á ferð um Norðurbrú að kvöldi til. „Ég hef samt aldrei persónulega séð neitt ofbeldi þar og vinir mínir sem búa í því hverfi hafa ekki miklar áhyggjur af þessu. Í mínum huga er þetta bara nokkuð friðsæl borg þótt auðvitað leynist misjafn sauður í mörgu fé." thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent „Ég er ekkert búin að læra“ Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Kolefnisgjald hækkað en um minna en til stóð „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira