Rukka í göng uns kostnaði er öllum náð 15. mars 2011 06:30 Göngin undir Vaðlaheiði eiga að vera 7,5 kílómetrar og stytta leiðina úr Eyjafirði yfir í Fnjóskadal, og þar með hringveginn, um sextán kílómetra. Þau eiga að vera tilbúin í árslok 2014. „Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira
„Ef ekki tekst að greiða göngin niður á þeim 25 árum sem lagt er upp með verður veggjaldið einfaldlega rukkað lengur," segir Hreinn Haraldsson vegamálastjóri, sem hafnar efasemdum Félags íslenskra bifreiðaeigenda vegna fyrirhugaðra jarðganga undir Vaðlaheiði. FÍB telur að kostnaður við Vaðlaheiðargöng verði að minnsta kosti fjórum milljörðum króna hærri en þeir 10,4 milljarðar sem gert er ráð fyrir. Reiknað sé með allt of lágum vöxtum. Umferð um göngin verði minni en spáð sé og dýrara veggjald þurfi en áætlað er. Mannvirkið muni ekki standa undir sér og kostnaðurinn lenda á skattgreiðendum, sem þannig verði af öðrum brýnni samgöngumannvirkjum. „Þeir hefðu vel getað leitað sér betri upplýsinga. Ég held að þeir hafi hvorki forsendur til að reikna kostnað né hvernig gangi að borga hann til baka. Jarðgöng sem hafa verið byggð síðustu tíu til tuttugu árin hafa verið á sérstakri fjárveitingu hjá ríkinu en ekki verið tekin af mörkuðum tekjum teljum til vegmála," segir ," segir Hreinn Haraldsson um útreikninga og athugasemdir FÍB.Hreinn Haraldsson.Þá telur vegamálastjóri ekki rétt hjá FÍB að veggjaldið þurfi að vera minnst 1.100 krónur en ekki um 800 krónur eins áætlanir segja til um. Það sama gildi um vextina af fjármagnskostnaðinum sem áætlaðir eru um 3 prósent en FÍB telur að verði mun hærri. „FÍB er að rugla þessu saman við einhverja áhættuvexti. Þetta eru ríkistryggð skuldabréf sem verða boðin út og eru án áhættu og með allra lægstu vöxtum," segir Hreinn. FÍB telur að vegna veggjaldsins muni margir velja að aka um Víkurskarð í stað þess að borga í göngin. Hreinn segir rétt að ef gjaldið verði verulega hærra en það sem menn spari þá velji þeir heiðina. Hins vegar sé um að ræða sextán kílómetra styttingu. FÍB sjálft reikni kostnað á hvern ekinn kílómetra sem 60 krónur og samkvæmt því spari menn 960 krónur á móti veggjaldinu. „Það er alveg sama hvað FÍB segir, veggjaldið verður lægra en þúsund krónur," segir Hreinn, sem kveður FÍB-menn á villigötum. „Ég heyri að félagsmenn þeirra út á landi eru almennt ekki mjög sáttir og finnst þeir ekki vera að spila réttan leik í þessu. Það er hægt að vera svartsýnn og bjartsýnn. Þeir sem unnið hafa að þessu hafa reynt að hafa fæturna á jörðinni og ekki verið með neinar bjartsýnisspár," segir vegamálastjóri. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar Sjá meira