Samkeppnisbrotasektir 2,3 milljarðar á þremur árum - fréttaskýring 16. mars 2011 21:00 Húsleit Halldór Guðbjarnason forstjóri greinir fjölmiðlum frá viðbrögðum sínum við húsleit samkeppnisyfirvalda í Visa sumarið 2006. Í kjölfar hennar samdi fyrirtækið um að greiða 385 milljónir í stjórnvaldssekt.fréttablaðið/E.Ól. Hvaða fyrirtæki og samtök hafa orðið uppvís að brotum á samkeppnislögum á síðustu árum og hvað hafa þau greitt í sektir? Fyrirtækjum og samtökum var gert, eða þau sömdu um, að greiða samtals rúmlega 2,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2008 til 2010. Skipti, móðurfélag Símans og Tæknivara, greiddu hæstu einstöku sektina á þessu árabili, 400 milljónir vegna ólögmæts samráðs árið 2010. Árið áður var Símanum gert að greiða 150 milljónir í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hagar hafa á hinn bóginn greitt hæstu samanlögðu fjárhæðina á árunum 2008 til 2010. Fyrstnefnda árið var fyrirtækið sektað um 315 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, um 20 milljónir 2009 vegna brots á banni við framkvæmd samruna og um 270 milljónir í fyrra vegna ólögmæts samráðs. Samtals hefur Högum því verið gert að greiða 605 milljónir vegna brota á samkeppnislögum á þessum þremur árum. Hæsta sekt í einu máli varðaði brot stóru kortafyrirtækjanna sem samið var um lausn á 2008. Var þeim gert að greiða samtals 735 milljónir. Það er lægri fjárhæð en olíufélögin voru sektuð um vegna samráðsmáls þeirra. Sekt þeirra var í fyrstu ákveðin samtals 2,6 milljarðar en áfrýjunarnefnd lækkaði fjárhæðina í um einn og hálfan milljarð. Á þessum þremur árum voru fimm samtök fundin sek um brot á samkeppnislögum. Það eru Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Félag íslenskra stórkaupamanna (nú Félag atvinnurekenda), Bændasamtökin, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. bjorn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira
Hvaða fyrirtæki og samtök hafa orðið uppvís að brotum á samkeppnislögum á síðustu árum og hvað hafa þau greitt í sektir? Fyrirtækjum og samtökum var gert, eða þau sömdu um, að greiða samtals rúmlega 2,3 milljarða króna vegna brota á samkeppnislögum á árunum 2008 til 2010. Skipti, móðurfélag Símans og Tæknivara, greiddu hæstu einstöku sektina á þessu árabili, 400 milljónir vegna ólögmæts samráðs árið 2010. Árið áður var Símanum gert að greiða 150 milljónir í sekt vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. Hagar hafa á hinn bóginn greitt hæstu samanlögðu fjárhæðina á árunum 2008 til 2010. Fyrstnefnda árið var fyrirtækið sektað um 315 milljónir vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu, um 20 milljónir 2009 vegna brots á banni við framkvæmd samruna og um 270 milljónir í fyrra vegna ólögmæts samráðs. Samtals hefur Högum því verið gert að greiða 605 milljónir vegna brota á samkeppnislögum á þessum þremur árum. Hæsta sekt í einu máli varðaði brot stóru kortafyrirtækjanna sem samið var um lausn á 2008. Var þeim gert að greiða samtals 735 milljónir. Það er lægri fjárhæð en olíufélögin voru sektuð um vegna samráðsmáls þeirra. Sekt þeirra var í fyrstu ákveðin samtals 2,6 milljarðar en áfrýjunarnefnd lækkaði fjárhæðina í um einn og hálfan milljarð. Á þessum þremur árum voru fimm samtök fundin sek um brot á samkeppnislögum. Það eru Samtök atvinnurekenda í raf- og tölvuiðnaði, Félag íslenskra stórkaupamanna (nú Félag atvinnurekenda), Bændasamtökin, Samtök iðnaðarins og Samtök verslunar og þjónustu. bjorn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Sjá meira