Undirbjó Japansferð í tvö ár en kemst hvergi 17. mars 2011 07:00 stefán Þór Þorgeirsson Stefán hefur undirbúið Japansför sína í tæp tvö ár, en nú hefur AFS tekið fyrir allar skiptinemaferðir til landsins næsta hálfa árið.fréttablaðið/valli „Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira
„Mig langar mjög mikið að fara núna. Ég hef verið að búa mig undir þessa ferð í tæplega tvö ár,“ segir Stefán Þór Þorgeirsson, nemi við Menntaskólann í Reykjavík. „Ég er að læra japanska stafrófið og ætlaði að læra tungumálið úti. Svo er ég búinn að lesa mér mikið til um siði og venjur í Japan og hvernig á að haga sér í þessari menningu.“ Forsvarsmenn alþjóðlegu skiptinemasamtakanna AFS hafa tekið fyrir allar skiptinemaferðir til Japan næsta hálfa árið vegna ástandsins í landinu. Stefán Þór á pantað flug til Tókýó á þriðjudaginn næstkomandi, ásamt öðrum íslenskum pilti sem einnig átti að fara í skiptinám til landsins í ellefu mánuði. Dvöl þeirra verður því líklega stytt niður í eina önn. Stefán fer á fund AFS á Íslandi í dag til þess að ræða framhaldið. Upphaflega átti Stefán að læra japönsku í menntaskóla í borginni Sapporo á Hokkaido-eyju, sem liggur norðan við hamfarasvæðið. Hann segist vera staðráðinn í því að reyna að komast til Japan. „Ég mun skoða alla möguleika á því að vera í heilt ár, jafnvel þó að ég þurfi að fresta förinni út,“ segir hann. Gangi það ekki eftir, í ljósi ákvörðunar AFS, segist Stefán frekar munu leita til annarra landa í skiptinám og vera þar alla ellefu mánuðina, í stað þess að stytta dvölina erlendis um hálft ár. Snorri Gissurarson, framkvæmdastjóri AFS á Íslandi, segir ákvörðunina hafa verið tekna í kjölfar áhættugreiningar sem var gerð í New York vegna hamfaranna í Japan. „Það er allur forgangur á öryggi nemendanna. Samtökin eru mjög meðvituð um að við erum að sjá um fólk en ekki vörur,“ segir Snorri. „Ákvörðunin er nemendanna, hvort þeir vilja halda sig við Japan eða fá eitthvað annað land.“ Þeir skiptinemar sem áttu að fara til Japans munu fá allan þann kostnað endurgreiddan, óski þeir eftir því að hætta við skiptidvöl alfarið. Hins vegar er líklegt að flestir muni heimsækja önnur lönd í staðinn. 27 nemendur frá AFS voru í Japan þegar jarðskjálftinn reið yfir. Allir nemendur, fósturforeldrar og foreldrar Japana sem voru úti í heimi sluppu heilir frá hörmungunum. Snorri segir að innan tveggja sólarhringa hafi náðst samband við alla. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Innlent Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Erlent Segir nýtt að makinn sé tekinn á beinið Innlent Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Erlent Hlýnandi veður og gæti farið í tuttugu stig á morgun Veður Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum Innlent Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Innlent Fleiri fréttir Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið Áformin séu það eina í stöðunni vegna neyðarástands Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Sjá meira