Vinsælar gjafir fyrri tíma 23. mars 2011 16:34 Húsgögn hafa lengi verið með vinsælustu fermingargjöfunum og á sjöunda og áttunda áratugnum voru þau oftar en ekki úr tekki; hillur, kommóður og skatthol. Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hérlendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóðólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum". Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma.Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi.Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Sálmabókina nýju í skrautbandi, gyllta í sniðum á 6 krónur. Bækur almennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóðabækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma fermingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vandaðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarnan notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóstnælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða.Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna.Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig auglýsti verslunin Gamla kompaníið við Hringbraut „tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur" sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni.Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr.Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhúsgögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansahillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bastruggustólar og skrifborðsstólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörnin yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við fermingarbarnið var settur inn hljómtækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettóblaster eða jafnvel agnarlitlu sjónvarpi. - jma x Fermingar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira
Sumar fermingargjafir hafa verið gefnar aftur og aftur í 100 ár. Má þar nefna kvæðabækur, Biblíuna og úr. Aðrar hafa öðlast sess í seinni tíð. Fermingargjafaauglýsingar fyrri tíma gefa ágætis sýn inn í tíðarandann hverju sinni. Ein fyrsta blaðaauglýsingin hérlendis er snerti fermingargjafir er frá árinu 1897 og birtist í Þjóðólfi. Guðjón Sigurðsson auglýsir þar vasaúr, nýjar birgðir af „beztu Anker- og Cylinder-úrum". Guðjón stofnaði verslun sína árið 1894, upphaflega á Eyrarbakka og síðar í Reykjavík. Vasaúr voru lengi vel með vinsælustu fermingargjöfum drengja. Ekki var gefið að börn fengju sérstakar fermingargjafir á fyrri hluta síðustu aldar. Flestir fengu þó sálmabók, sem er líklega með vinsælustu fermingargjöfum fyrri tíma.Vasaúr voru auglýst 1897 í Þjóðólfi.Árið 1900 auglýsir Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar Sálmabókina nýju í skrautbandi, gyllta í sniðum á 6 krónur. Bækur almennt hafa alla tíð verið vinsælar í pakka fermingarbarna. Orðabækur, kvæðabækur, ljóðabækur og skáldsögur. Árið 1908 var verslun Guðmundar Gamalíelssonar í Lækjargötu með fermingargjafir á við skáldsögu Lew Wallace um Ben Hur. Með veglegri fyrri tíma fermingargjöfum, sem sérstaklega voru ætlaðar stúlkum, voru vandaðir íslenskir smíðisgripir úr gulli og silfri sem voru þá gjarnan notaðir á fermingardaginn við íslenskan búning. Má þar nefna steypt belti, upphlutsbelti, brjóstnælur og skúfhólka úr silfri, gulli eða gullhúðaða.Plötuspilarar, útvörp, ipod-ar og aðrar græjur sem miðla tónlist hafa unnið hjörtu fermingarbjarna.Húsgögn til fermingargjafa fóru að verða vinsæl upp úr 1940 og í auglýsingum var oft reynt að höfða til fermingarstúlkna. Þannig auglýsti verslunin Gamla kompaníið við Hringbraut „tilvaldar fermingargjafir fyrir stúlkur" sem voru kommóður í mörgum litum og litlir fataskápar. Kommóður og skatthol með spegli urðu reyndar vinsæl næstu áratugi þótt útlit og efniviður hafi verið misjafn eftir því hvaða tíska ríkti hverju sinni.Alls kyns smíðisgripir við íslenskan búning voru vinsælir til fermingargjafa áður fyrr.Þau voru úr tekki árið 1970 og tekkhúsgögn voru þá með vinsælustu fermingargjöfunum, bæði minni einingar og svo svokallaðar Hansahillur. Um 1985 voru basthúsgögn vinsæl í fermingarherbergið, svo sem bastruggustólar og skrifborðsstólar á hjólum. Þá var algengt um þær mundir að í stað einstakra húsgagna; rúms, skriborðs og svo framvegis, fengju fermingarbörnin yfirhalningu á herbergi sínu, þar sem öllum húsgögnum var skipt út og til að gera sérlega vel við fermingarbarnið var settur inn hljómtækjaskápur í rósaviðarlíki með hálfsjálfvirkum plötuspilara, gettóblaster eða jafnvel agnarlitlu sjónvarpi. - jma x
Fermingar Mest lesið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið 50+: Það má segja Nei við barnapössun Lífið Retinól-salat tekur yfir TikTok Matur Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Matur Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Lífið Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Lífið Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Fleiri fréttir Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Sjá meira