Í veislum hvor hjá öðrum 23. mars 2011 16:33 Fljótt og vel gekk að velja fermingarfötin að sögn Örvars og Bjarnars Inga, en hvor fór með sínum foreldrum. Fréttablaðið/Stefán Frændurnir Bjarnar Ingi Pétursson og Örvar Svavarsson hafa verið leikfélagar frá unga aldri. Í vetur hafa þeir fylgst að í fermingarfræðslu í Hjallakirkju og nú styttist í að þeir staðfesti skírnina. Þeir ætla að fermast hvor sinn daginn, vinirnir Bjarnar Ingi og Örvar. Bjarnar Ingi 10. apríl og Örvar viku seinna. Ákvörðunin er útspekúleruð. „Það er miklu betra að geta verið í veislum hvor hjá öðrum," segja þeir kankvísir. Sjálfir spá þeir svolítið í veisluföngin. Bjarnar Ingi nefnir franska súkkulaðiköku og fleira góðgæti og Örvar kveðst hafa valið kjúklingasúpu, svo ætli mamma hans eitthvað að baka. Þótt veislurnar séu tilhlökkunarefni taka piltarnir andlega undirbúninginn líka alvarlega. Báðir þylja þeir ritningarversin sín fyrir blaðamann og Örvar er búinn að uppfylla messuskylduna, sem hljóðar upp á tíu guðsþjónustur eða bænastundir. Bjarnar Ingi á eftir að fá einn stimpil í kladdann.Örvar og Bjarnar Ingi eru grannar og vinir. Í seinni tíð hefur fótboltinn tekið við af sandkassaleikjum. Mynd/Svavar SigurjónssonAllt frá því í ágúst hafa frændurnir verið í fermingarfræðslu hjá séra Írisi Kristjánsdóttur í Hjallakirkju. „Þetta hafa verið ágætir tímar," segir Bjarnar Ingi. „Íris er aðallega að fara með okkur í gegnum bók sem heitir Trú og líf og spjalla við okkur," segir hann og neitar því ekki að hún grínist stundum, einkum að sjálfri sér. Skyldu þeir eiga að læra mikið utanbókar? „Ekki miðað við móðurafa minn. Hann þurfti að læra fjörutíu og eitthvað sálma," svarar Örvar og hlær. „Við fórum bara í próf þar sem við þurftum að kunna faðirvorið, signinguna, trúarjátninguna og einn sálm," upplýsir Bjarnar Ingi. „Já, númer 367. Hann er eftir Sigurbjörn Einarsson," bætir Örvar við. Drengirnir bjóða ættingjum og vinum heim í tilefni tímamótanna og hlakka til að hitta þá. En hverju vonast þeir eftir í fermingargjöf? „Ég væri alveg til í fartölvu," viðurkennir Örvar en Bjarnar Ingi veðjar á pening „Ég kaupi mér bara eitthvað sjálfur." - gun Fermingar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Frændurnir Bjarnar Ingi Pétursson og Örvar Svavarsson hafa verið leikfélagar frá unga aldri. Í vetur hafa þeir fylgst að í fermingarfræðslu í Hjallakirkju og nú styttist í að þeir staðfesti skírnina. Þeir ætla að fermast hvor sinn daginn, vinirnir Bjarnar Ingi og Örvar. Bjarnar Ingi 10. apríl og Örvar viku seinna. Ákvörðunin er útspekúleruð. „Það er miklu betra að geta verið í veislum hvor hjá öðrum," segja þeir kankvísir. Sjálfir spá þeir svolítið í veisluföngin. Bjarnar Ingi nefnir franska súkkulaðiköku og fleira góðgæti og Örvar kveðst hafa valið kjúklingasúpu, svo ætli mamma hans eitthvað að baka. Þótt veislurnar séu tilhlökkunarefni taka piltarnir andlega undirbúninginn líka alvarlega. Báðir þylja þeir ritningarversin sín fyrir blaðamann og Örvar er búinn að uppfylla messuskylduna, sem hljóðar upp á tíu guðsþjónustur eða bænastundir. Bjarnar Ingi á eftir að fá einn stimpil í kladdann.Örvar og Bjarnar Ingi eru grannar og vinir. Í seinni tíð hefur fótboltinn tekið við af sandkassaleikjum. Mynd/Svavar SigurjónssonAllt frá því í ágúst hafa frændurnir verið í fermingarfræðslu hjá séra Írisi Kristjánsdóttur í Hjallakirkju. „Þetta hafa verið ágætir tímar," segir Bjarnar Ingi. „Íris er aðallega að fara með okkur í gegnum bók sem heitir Trú og líf og spjalla við okkur," segir hann og neitar því ekki að hún grínist stundum, einkum að sjálfri sér. Skyldu þeir eiga að læra mikið utanbókar? „Ekki miðað við móðurafa minn. Hann þurfti að læra fjörutíu og eitthvað sálma," svarar Örvar og hlær. „Við fórum bara í próf þar sem við þurftum að kunna faðirvorið, signinguna, trúarjátninguna og einn sálm," upplýsir Bjarnar Ingi. „Já, númer 367. Hann er eftir Sigurbjörn Einarsson," bætir Örvar við. Drengirnir bjóða ættingjum og vinum heim í tilefni tímamótanna og hlakka til að hitta þá. En hverju vonast þeir eftir í fermingargjöf? „Ég væri alveg til í fartölvu," viðurkennir Örvar en Bjarnar Ingi veðjar á pening „Ég kaupi mér bara eitthvað sjálfur." - gun
Fermingar Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira