Lífið

Ný Kleópatra í bígerð í Hollywood

Stórmynd David Fincher er sagður vera í viðræðum við Sony um að leikstýra endurgerð Kleópötru. Angelina Jolie er sögð eiga að leika Kleópötru og þá hlýtur það að liggja í augum uppi að Brad Pitt leiki Markús Antoníus.
Stórmynd David Fincher er sagður vera í viðræðum við Sony um að leikstýra endurgerð Kleópötru. Angelina Jolie er sögð eiga að leika Kleópötru og þá hlýtur það að liggja í augum uppi að Brad Pitt leiki Markús Antoníus.
asdf
David Fincher er sagður vera í bílstjórasætinu til að hreppa eitt eftirsóknarverðasta hnoss Hollywood um þessar mundir; að fá að leikstýra nýrri útgáfu af Kleópötru. Það er framleiðsludeild Sony sem hefur verkefnið á sínum snærum en James Cameron (hver annar?) var fyrsti valkostur. Hann kaus hins vegar að einbeita sér enn frekar að Avatar-mynd númer tvö og þá kom Paul Greengrass til skjalanna. Hann þótti nokkuð líklegur en gaf verkefnið frá sér fyrir kvikmyndina Memphis, mynd um morðið á Martin Luther King.

Og þá var komið að David Fincher. Hann er nú sagður vera í samningaviðræðum við framleiðandann Scott Rudin en þeir tveir hafa unnið saman að kvikmyndunum The Social Network og Karlar sem hata konur eða The Girl with the Dragon Tattoo. Eins og gefur að skilja er um rándýra framleiðslu að ræða en talað hefur verið um að Angelina Jolie leiki hina duttlungafullu keisaraynju frá Egyptalandi og feti þar með í fótspor Elizabeth Taylor. Það hlýtur því að liggja í augum uppi að Brad Pitt leiki Markús Antoníus sem Richard Burton lék í kvikmyndinni frá árinu 1963.

asdf





Fleiri fréttir

Sjá meira


×