Aðkoma NATO er í samræmi við stefnu 29. mars 2011 06:00 Össur Skarphéðinsson. Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafsráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðaraðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðsins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira
Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra segir að aðkoma Íslands að ákvörðun NATO um að taka við samræmingu aðgerða í Líbíu sé í fullu samræmi við ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna sem ríkisstjórnin hafi veitt formlegt samþykki á sínum tíma. Forystumenn Vinstri grænna, þar á meðal Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra, furðuðu sig á framvindu mála þar sem afstaða Íslands hefði ekki verið rædd í ríkisstjórn eða utanríkismálanefnd. Steingrímur sagði aðspurður á þingi í gær að Vinstri græn styddu ekki ákvörðun NATO um að taka við stjórn aðgerða. „Nei, við gerum það ekki enda vorum við ekki spurð.“ Hann bætti við að það eina sem rætt hefði verið í ríkisstjórn væri fyrrnefnd ályktun öryggisráðsins. „Við töldum hana það skásta sem væri hægt að gera, enda haldi menn sig strangt innan þeirra heimilda sem þar er talað um, flugbann og aðgerðir til að reyna að verja líf óbreyttra borgara.“ Össur segir hins vegar að ákvörðunin í Norður-Atlantshafsráðinu á sunnudag hafi, eins og allar sem þar fari í gegn, verið tekin með þeim hætti að einungis sé kallað eftir mótatkvæðum. „Við höfum aldrei barist fyrir því að NATO tæki yfir samræmingu á þessum aðgerðum,“ segir Össur. „En við gáfum til kynna í aðdragandanum að ef samstaða myndi nást myndum við ekki standa í vegi fyrir henni.“ Hann bætir því við að í raun geti aðkoma NATO tryggt að ályktun öryggisráðs sé fylgt í þaula. „Einstök lönd sem höfðu þegar hafið aðgerðir höfðu, að mínu mati, farið út fyrir umboðið sem ályktun öryggisráðsins veitti og þess vegna tel ég að yfirtaka NATO á samræmingu aðgerða tryggi að þær verði algjörlega innan marka öryggisráðsins.“ Í samtali við Fréttablaðið átelur Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins og fulltrúi í utanríkismálanefnd, málflutning Vinstri grænna í málinu. „Það er tvískinnungsháttur að segjast vera á móti hernaðaraðgerðum þegar augljóst er að framfylgni ályktunar öryggisráðsins kallaði meðal annars á árásir á hernaðarskotmörk í Líbíu. Vinstri græn bera ábyrgð á stuðningi Íslands við ákvörðun NATO hvort sem þeim líkar betur eða verr.“ thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Innlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Innlent Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Innlent Fleiri fréttir Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna „Við í Framsókn erum að setja allt í loft upp“ „Ég er bara pínu leiður“ Stefnuræða forsætisráðherra „Manni finnst að manni sé kippt út úr baráttunni“ Sitja sem fastast og hleypa gröfum og vörubílum ekki fram hjá Óvissa í Ráðhúsinu og dýrustu auglýsingar í heimi Vilja að bankinn „láti af mismunun“ og telja rök hans ekki halda vatni Hamar fannst í bíl hjónanna sem Alfreð ók Fundinum lokið án árangurs Framkvæmdir á Bessastöðum kostuðu 120 milljónir Ráðuneytið biður umboðsmann Alþingis afsökunar Sjá meira