Fá bætur vegna samráðs 30. mars 2011 05:00 Myndin er úr safni. Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. NS ákváðu í janúar árið 2005 að höfða mál fyrir hönd neytenda sem skiluðu inn nótum sem sönnuðu viðskipti þeirra við olíufélögin Esso, Olís og Skeljung. Á þeim tíma voru ekki komin fram lög um hópmálsóknir og því hefur málið verið látið liggja í sex ár. Jóhannes Gunnarsson, formaður NS, segir að málinu sé að ljúka. „Þetta hefur dregist, því miður. En ég vona að þessu ljúki á allra næstu dögum. Málið vannst á sínum tíma og það liggur fyrir að fólkið fær bætur.“ Hann vill ekki tjá sig efnislega um innihald samninganna fyrr en búið er að ganga frá þeim að fullu. Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir mál einstaklinganna og er hvert og eitt mál metið stakt. Peningabætur fara eftir umfangi þeirra gagna sem skilað var til NS. Árið 2007 var Ker hf., sem áður átti Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, trésmið frá Húsavík, 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Málið byggði hann á bensínnótum frá árunum 1995 til 2001. Hann krafði Ker um 180 þúsund krónur vegna bensíns sem hann hafði keypt hjá Esso á því tímabili, þar sem sannað var að olíufélögin höfðu með sér samráð. Mál Sigurðar er eina klára fordæmið sem liggur fyrir í málinu. Hann safnaði afar samviskusamlega saman öllum bensínnótum sem hann fékk á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað og keypti bensín fyrir um það bil tvær milljónir króna. Miðað við mál trésmiðsins frá Húsavík verða bæturnar sem þessir hundrað einstaklingar munu fá því líklega ekki háar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þeir aðilar sem Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir fá greiddar bæturnar með dráttarvöxtum sem reiknast frá því tímabili sem nóturnar segja til um. Einungis á eftir að ganga að fullu frá samningum við eitt olíufyrirtæki. - sv Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira
Verið er að leggja lokahönd á samninga á milli þriggja olíufélaga og hátt í 100 einstaklinga sem lögðu fram kvartanir til Neytendasamtakanna (NS) þegar samkeppnisyfirvöld afhjúpuðu níu ára langt verðsamráð fyrirtækjanna árið 2005. NS ákváðu í janúar árið 2005 að höfða mál fyrir hönd neytenda sem skiluðu inn nótum sem sönnuðu viðskipti þeirra við olíufélögin Esso, Olís og Skeljung. Á þeim tíma voru ekki komin fram lög um hópmálsóknir og því hefur málið verið látið liggja í sex ár. Jóhannes Gunnarsson, formaður NS, segir að málinu sé að ljúka. „Þetta hefur dregist, því miður. En ég vona að þessu ljúki á allra næstu dögum. Málið vannst á sínum tíma og það liggur fyrir að fólkið fær bætur.“ Hann vill ekki tjá sig efnislega um innihald samninganna fyrr en búið er að ganga frá þeim að fullu. Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir mál einstaklinganna og er hvert og eitt mál metið stakt. Peningabætur fara eftir umfangi þeirra gagna sem skilað var til NS. Árið 2007 var Ker hf., sem áður átti Esso, dæmt til að greiða Sigurði Hreinssyni, trésmið frá Húsavík, 15 þúsund krónur í bætur með vöxtum. Málið byggði hann á bensínnótum frá árunum 1995 til 2001. Hann krafði Ker um 180 þúsund krónur vegna bensíns sem hann hafði keypt hjá Esso á því tímabili, þar sem sannað var að olíufélögin höfðu með sér samráð. Mál Sigurðar er eina klára fordæmið sem liggur fyrir í málinu. Hann safnaði afar samviskusamlega saman öllum bensínnótum sem hann fékk á því tímabili sem verðsamráðið átti sér stað og keypti bensín fyrir um það bil tvær milljónir króna. Miðað við mál trésmiðsins frá Húsavík verða bæturnar sem þessir hundrað einstaklingar munu fá því líklega ekki háar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins munu þeir aðilar sem Lögfræðistofa Reykjavíkur er með umboð fyrir fá greiddar bæturnar með dráttarvöxtum sem reiknast frá því tímabili sem nóturnar segja til um. Einungis á eftir að ganga að fullu frá samningum við eitt olíufyrirtæki. - sv
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Fleiri fréttir „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Sjá meira