Lagfæra brotalamir í ættleiðingarlöggjöf 31. mars 2011 06:45 Ættleitt Fjölmargar tillögur um úrbætur á lögum um ættleiðingar eru í nýlegri úttekt sem unnin var fyrir innanríkisráðuneytið.Nordicphotos/AFP Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira
Ögmundur Jónasson Innanríkisráðherra mun á næstu dögum skipa starfshóp sem ætlað er að móta framtíðarstefnu um ættleiðingar hér á landi og undirbúa nauðsynlegar lagabreytingar. „Við leggjum mikið kapp á það í þessu ráðuneyti, sem er ráðuneyti mannréttindamála, að hafa þessi mál í góðu lagi,“ segir Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra. Hann segir að lagfæra verði þær brotalamir sem komið hafi í ljós, en tekur fram að margt hafi þó verið vel gert og ekki sé ætlunin að umturna kerfinu. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, verður formaður starfshópsins. Starfshópnum verða ekki sett tímamörk, en Ögmundur segist leggja áherslu á að hann vinni hratt og vel. Vinna hópsins mun byggja að verulegu leyti á nýlegri úttekt á málaflokknum sem unnin var fyrir ráðuneytið. Þar kemur fram að Ísland skeri sig frá hinum Norðurlöndunum hvað varði fjölda, menntun og sérhæfingu þeirra sem vinni að málaflokknum. Hér séu starfsmenn sem sinni þessum málum of fáir og hafi að auki öðrum skyldum að gegna. Í úttektinni er mælt með að starfsmönnum verði fjölgað. Spurður hvort hægt sé að finna fé til þess í núverandi efnahagsástandi segir Ögmundur þetta ekki bara spurningu um peninga, heldur um forgangsröðun. Verið sé að stokka upp alla stjórnsýsluna sem heyri undir innanríkisráðuneytið, þar með talið þennan málaflokk. Í úttektinni er lagt til að grundvallarbreytingar verði gerðar á því hvernig forsamþykki íslenskra stjórnvalda fyrir því að fólk fái að ættleiða barn verði breytt. Til að mynda er lagt til að mat á umsækjendum verði flutt frá barnaverndarnefndum til einnar stofnunar. Í skýrslunni er mælt með að sú stofnun verði eitt af stóru sýslumannsembættunum á höfuðborgarsvæðinu. Í dag sér sýslumaðurinn í Búðardal um afgreiðslu forsamþykkta. brjann@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Innlent Fleiri fréttir „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Ríkisstjórnin markalaus með sitt nýfengna vald „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Sýkingin líklega af völdum bacillus cereus Líkamsárás, hótanir og umferðarslys „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Fyrstu trén felld á morgun Gengu kílómetra með slasaðan ferðamann á börum Segir fullan einhug um öll mál hjá samhentri ríkisstjórn Hnífurinn fannst í skotti forráðamanna Sjá meira