Sá allra besti í bransanum 5. apríl 2011 00:00 Fatahönnuðurinn Riccardo Tisci hefur fært tískuhúsið Givenchy í nýjar hæðir með þunglyndislegri og látlausri hönnun sinni sem slegið hefur í gegn. Tisci tók við af Julien Macdonald sem yfirhönnuður Givenchy árið 2005 og hefur síðan þá bætt hægt og rólega við aðdáendahóp sinn, sem nú inniheldur einstaklinga á borð við Nicole Richie, Kate Moss, Florence Welch og Carine Roitfeld. Anna Della Russo, listrænn stjórnandi japanska Vogue, sagði að lokinni tískusýningu Givenchy um síðustu helgi: „Hann hefur þroskast mikið sem listamaður. Mér þótti Givenchy-sýningin sú besta það sem af er árinu."Haustlínan 2011 innihélt skemmtilegar peysur, „pin up" sólgleraugu, gegnsæjar skyrtur og pilsfalda og myndir af Betty Page og svörtum pardusum. Þetta hljómar ef til vill eins og undarlegur hrærigrautur en Tisci frumsýndi heilsteypta og fallega línu og þar liggur snilld hans sem hönnuðar.Tisci átti einnig eina fallegustu „couture"-vorlínu 2011. Að hans sögn sótti hann innblástur til japanska dansarans Kazuo Ohno og vélmenna og tók það um 4.000 klukkustundir að sauma hverja flík. -smCarine Roitfeld, fyrrum ritstjóri Vogue, og Riccardo Tisci eru miklir vinir. Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira
Fatahönnuðurinn Riccardo Tisci hefur fært tískuhúsið Givenchy í nýjar hæðir með þunglyndislegri og látlausri hönnun sinni sem slegið hefur í gegn. Tisci tók við af Julien Macdonald sem yfirhönnuður Givenchy árið 2005 og hefur síðan þá bætt hægt og rólega við aðdáendahóp sinn, sem nú inniheldur einstaklinga á borð við Nicole Richie, Kate Moss, Florence Welch og Carine Roitfeld. Anna Della Russo, listrænn stjórnandi japanska Vogue, sagði að lokinni tískusýningu Givenchy um síðustu helgi: „Hann hefur þroskast mikið sem listamaður. Mér þótti Givenchy-sýningin sú besta það sem af er árinu."Haustlínan 2011 innihélt skemmtilegar peysur, „pin up" sólgleraugu, gegnsæjar skyrtur og pilsfalda og myndir af Betty Page og svörtum pardusum. Þetta hljómar ef til vill eins og undarlegur hrærigrautur en Tisci frumsýndi heilsteypta og fallega línu og þar liggur snilld hans sem hönnuðar.Tisci átti einnig eina fallegustu „couture"-vorlínu 2011. Að hans sögn sótti hann innblástur til japanska dansarans Kazuo Ohno og vélmenna og tók það um 4.000 klukkustundir að sauma hverja flík. -smCarine Roitfeld, fyrrum ritstjóri Vogue, og Riccardo Tisci eru miklir vinir.
Mest lesið Leikkonan Diane Ladd er látin Lífið Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Tíska og hönnun Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Hætt að nota föt til að fela sig Klæddi sig upp sem hjákona eiginmannsins Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Níu tilnefnd til Hönnunarverðlauna Íslands Sjóðheitt fyrir snjóstorm Skein skært í sögulegum gleðikonukjól Aldrei of seint að prófa sig áfram Dannaðar dömur mættu með dramað „Nú dýrka ég að vera vaxin eins og fæðing Venusar“ Hiti í Hringekjunni Virtist hvorki geta séð né andað Sænskur og sjóðheitur undir áhrifum BDSM Kasóléttur forystusauður, ungstirni og engilfagrar kanónur „Bíður bara inni í skáp eftir brúðkaupinu“ Betra sem hárbindi en tagl í Bríeti Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Gelluorkan í hæstu hæðum hjá Ginu Heitir pabbar í hlaupaklúbbi Skilnaðar-toppur í París Fann ástina í örlagaríkum kjól Sjá meira