Ekkert minnst á Helguvík 1. apríl 2011 04:00 Ekki er minnst einu orði á álversframkvæmdir í Helguvík í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga, sem lögð voru fram sem trúnaðarmál á fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær. Í kafla um orku- og iðnaðarmál er fjallað um verkefni sem farin eru af stað og sagt að fleiri séu í undirbúningi. Þar er einungis nefnt að Landsvirkjun muni halda áfram rannsóknum í Þingeyjarsýslum og sé í viðræðum við nokkra aðila um fjárfestingar, sem gætu í besta falli numið 70 til 80 milljörðum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kaflann rýran. Svo virðist sem stjórnvöld séu að reyna að tala sig í kringum álver í Helguvík. „Við viljum sjá miklu ákveðnar fjallað um stórar fjárfestingar í atvinnulífinu heldur en þarna er gert,“ segir Vilhjálmur. Hann líti á þessi drög sem byrjun á viðræðunum. Hvergi er heldur minnst á sjávarútvegsmál, sem Vilhjálmur telur ótækt þótt hann hafi ekki átt von á öðru að svo stöddu. Ekki tjái að ræða atvinnumál og hunsa sjávarútveginn. „Ef við færum að skilja hann eftir væri það eins og að ætla að fara af stað í langferð á bíl með þremur hjólum,“ segir hann. Vilhjálmur fundaði um drögin í gærkvöldi með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambandsins. Viðbúið er að þau taki töluverðum breytingum þegar viðræður halda áfram næstu daga.- sh Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ekki er minnst einu orði á álversframkvæmdir í Helguvík í drögum að yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til að liðka fyrir gerð kjarasamninga, sem lögð voru fram sem trúnaðarmál á fundi með aðilum vinnumarkaðarins í gær. Í kafla um orku- og iðnaðarmál er fjallað um verkefni sem farin eru af stað og sagt að fleiri séu í undirbúningi. Þar er einungis nefnt að Landsvirkjun muni halda áfram rannsóknum í Þingeyjarsýslum og sé í viðræðum við nokkra aðila um fjárfestingar, sem gætu í besta falli numið 70 til 80 milljörðum. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir kaflann rýran. Svo virðist sem stjórnvöld séu að reyna að tala sig í kringum álver í Helguvík. „Við viljum sjá miklu ákveðnar fjallað um stórar fjárfestingar í atvinnulífinu heldur en þarna er gert,“ segir Vilhjálmur. Hann líti á þessi drög sem byrjun á viðræðunum. Hvergi er heldur minnst á sjávarútvegsmál, sem Vilhjálmur telur ótækt þótt hann hafi ekki átt von á öðru að svo stöddu. Ekki tjái að ræða atvinnumál og hunsa sjávarútveginn. „Ef við færum að skilja hann eftir væri það eins og að ætla að fara af stað í langferð á bíl með þremur hjólum,“ segir hann. Vilhjálmur fundaði um drögin í gærkvöldi með Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambandsins. Viðbúið er að þau taki töluverðum breytingum þegar viðræður halda áfram næstu daga.- sh
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira