Vilja skapa 10 þúsund störf á þremur árum 1. apríl 2011 04:00 Tillögur Kynntar Aðilar vinnumarkaðarins hittu stjórnvöld á fundi í gær þar sem kynntar voru tillögur til að örva efnahagslífið. Forsætisráðherra sagði útgjaldaauka ríkisins gætu skipt tugum milljarða en vonast væri eftir samningi til þriggja ára. Fréttablaðið/GVA Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira
Ríkisstjórnin stefnir að því að skapa tíu þúsund störf á næstum þremur árum. Tillaga stjórnvalda að aðgerðaáætlun sem ætlað er að örva atvinnu- og efnahagslíf var kynnt aðilum vinnumarkaðarins í gær. Tillögur stjórnvalda eru enn eingöngu til í drögum sem lögð voru fram í gær. Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra sagði eftir fundina í gær að í þeim fælust mörg og viðamikil verkefni sem gætu jafnvel numið fimmtíu prósenta aukningu á opinberum framkvæmdum miðað við fjárlög. Jóhanna sagði að óvissa væri í vegamálum þar sem verulega myndi muna um ef hægt væri að leggja í umbætur á Suðurlandsvegi og Vesturlandsvegi. Taldi hún að þessi áætlun gæti liðkað fyrir samningum. „Útgjaldaaukning ríkisins, í tekjutapi og útgjöldum, gæti skipt tugum milljarða króna, en við erum að vonast til þess að ef samið verði til þriggja ára muni það auka hagvöxt og atvinnuuppbyggingu og þannig muni hluti af útgjöldunum nást til baka. Þar skiptir stöðugleiki máli.“ Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði að ekki ætti að líta til skammtímaáhrifa aðgerðanna á ríkissjóð. „Við erum að veðja á framtíðina. Að hér verði hagvöxtur og hjólin fari í gang og umsvifin í hagkerfinu aukist. Þá getur verið réttlætanlegt að taka byrðar á ríki og opinbera aðila sem skila sér til baka í auknum umsvifum síðar.“ Spurður hversu mörg störf gætu skapast vísaði Steingrímur til þess markmiðs stjórnarinnar að ná atvinnuleysi niður fyrir fimm prósent á næstu þremur árum og sagði að það kallaði á tíu þúsund ný störf á því tímabili. Náist sátt um tillögurnar verður strax hafinn undirbúningur aðgerða, meðal annars með lagabreytingum. Vilmundur Jósepsson, formaður Samtaka atvinnulífsins (SA), segir að tillögur stjórnarinnar séu sæmileg byrjun. „En það verður að vera kristaltært í huga ríkisstjórnarinnar að sjávarútvegsmálin verða að klárast. Annað er útilokað.“ Elín Björg Jónsdóttir, formaður BSRB, segir að tillögurnar feli í sér grunn sem geti nýst í samningaviðræðum. Hún kveðst hafa áhyggjur af aukningu á útgjöldum úr ríkissjóði sem geti kallað á niðurskurð í almannaþjónustu. Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, segir að of snemmt sé að segja hvort tillögurnar muni liðka fyrir kjaraviðræðum. „Ekki að óbreyttu, en við erum að skoða málin.“ ASÍ og SA funduðu sín á milli um tillögurnar í gær. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Erlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fleiri fréttir Vill að borgin útbúi skýrar leiðbeiningar svo fleiri geti farið sömu leið og Arion Séreign áfram leyfð inn á lán og ekkert kílómetragjald „Ég er ekkert búin að læra“ Hófu frumkvæðisathugun á aðkomu Jóns í ráðuneytinu Rýnt í kannanir og tendrun jólatrés í Hafnarfirði Alma verði heilbrigðisráðherra í stjórn Kristrúnar Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Hér eru „þessar elskur“ Hærra kolefnisgjald og minna til nýja Landspítalans vegna frestunar kílómetragjalds Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Sjá meira