Íbúar á Þórsgötu æfir vegna aðgerðaleysis borgarinnar 20. apríl 2011 20:15 Húsið brann fyrir nokkrum árum síðan. Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. Fyrirtækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysahættu og sjónmengun stafa af húsinu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komnar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerðar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfirvöld líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu færast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldursgötu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magnús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Íbúar á Þórsgötu 12 í Þingholtunum hafa ítrekað sent borgaryfirvöldum bréf vegna niðurnídds húss við Baldursgötu 32. Húsið er í eigu fasteignafélagsins Baldursgötu ehf. sem er jafnframt skráður eigandi fyrir Baldursgötu 34, sem er í útleigu. Fyrirtækið hefur í tæpt ár verið beitt dagsektum af borgaryfirvöldum, sem eru nú komnar í innheimtu og skipta milljónum, samkvæmt upplýsingum frá byggingafulltrúa borgarinnar. Baldursgata 32 hefur staðið auð í um það bil sex ár. Húsið brann árið 2008 og hefur ekkert verið gert til þess að endurbæta það. Einar Logi Vignisson, íbúi á Þórsgötu 12, segir ólíðandi að borgaryfirvöld aðhafist ekkert í málinu. Hann segir mikla slysahættu og sjónmengun stafa af húsinu og ekkert hafi verið að gert, þrátt fyrir ítrekuð tilmæli íbúa. „Borgin hefur það alveg í hendi sér að rífa húsið og senda félaginu reikninginn. Það hlýtur bara að vera hægt,“ segir Einar. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, segir mál sem tengist mannvirkjum sem þessum flókin og ekkert eitt sé hægt að gera til þess að kippa þeim í liðinn. Verið sé að beita fyrirtækið Baldursgötu ehf. dagsektum, sem séu nú komnar í innheimtu. Fyrirtækið sé að brjóta ákvæði byggingareglugerðar með því að vera með mannvirki í niðurníðslu. Hins vegar geti yfirvöld líklega ekki rifið húsið að óbreyttu. „Dagsektirnar eru málsmeðferð sem búið er að samþykkja. En ég held að [Baldursgata ehf.] sé komið í gjaldþrotameðferð, sem gerir það að verkum að veðin á húsinu færast yfir á lóðina, verði það rifið,“ segir Magnús. „Þá standa fáar byggingar undir þeim kostnaði sem því fylgir.“ Gangi eigendur Baldursgötu ekki frá dagsektunum á næstunni fer eignin á uppboð. „Það er sorgarsaga sem tengist svona mannvirkjum,“ segir Magnús. „Og það er nú komið að því að við fáum einhverja niðurstöðu í þetta mál.“ sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Fleiri fréttir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira