Kvótakerfinu breytt í tveimur skrefum 20. apríl 2011 06:45 Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs Fréttir Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira
Til skoðunar er hvort hyggilegt sé að vinna að breytingum á lögum um stjórn fiskveiða í tveimur skrefum í stað eins, eins og að var stefnt. Vinna við nýtt frumvarp hefur tekið mun lengri tíma en áætlað var. Í fyrstu var stefnt að framlagningu þess á haustþingi. Í janúar boðaði Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, að frumvarpið yrði lagt fram í febrúar og fyrir helgi lýsti Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra því yfir að það yrði lagt fram í maí. Starfið er að sönnu flókið og viðamikið og – samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins – flóknara og viðameira en talið var. Nú er unnið að hagfræðilegri úttekt á þeim leiðum sem stjórnvöld vilja fara. Í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar til Samtaka atvinnulífsins sem samtökin hafa birt segir að þau ætli að „brjóta upp forgang núverandi kvótahafa að lokuðu kerfi og reisa skorður við að þeir geti fénýtt þá sameign landsmanna sem fiskimiðin eru með því að leigja eða selja öðrum veiðiheimildir á himinháu verði“. Um leið stefna þau að því að „skapa sjávarútveginum traust rekstrarskilyrði til lengri tíma, auka þjóðhagkvæmni greinarinnar og treysta atvinnufrelsi og jafnræði innan hennar“. Meðal þess sem er til skoðunar er hvort unnt sé að leggja fram frumvarp á næstunni sem miðar að því að uppboðsmarkaður með tilteknar aflaheimildir verði settur á laggirnar þegar nýtt fiskveiðiár hefst 1. september. Beðið yrði með stór álitamál á borð við afnotatíma á aflaheimildum, hlutdeild heildarafla í sérstökum pottum og breytingar á framsali aflamarks þar til í haust. Í sumar gæti hins vegar farið fram umræða um málin á breiðum vettvangi, meðal annars með tilliti til niðurstöðu áðurnefndrar hagfræðilegrar úttektar. Ekki ríkir eining meðal þingmanna stjórnarflokkanna um hve langt eigi að ganga í breytingum á kerfinu. Einstaka þingmenn Samfylkingarinnar vilja ganga langt en innan VG eru sterk öfl sem vilja fara varlega í breytingar.- bþs
Fréttir Mest lesið Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Innlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Innlent Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Innlent Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Innlent „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Innlent Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Innlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Erlent Stúlkan er fundin Innlent Fleiri fréttir Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Vinna hafin við nýja göngubrú í Vogahverfinu „Núna reynir auðvitað á Rússa“ Nokkur hinna handteknu tengjast tálbeituhópum Manndráp, varnardrónar og umferðaröngþveiti við Látrabjarg Vaktin: Hin grunuðu talin tengjast tálbeituhópum Maður handtekinn en kona flúði í máli sem tengist andlátinu Fimm í haldi vegna rannsóknar á andláti Rúmmál kviku ekki verið meira frá því goshrinan hófst 2023 Skoða að taka í notkun ómannaðan eftirlitskafbát Níu af þrettán styrkjum fara í kjördæmi ráðherra Bjarni Þór segir Höllu keyra á aldursfordómum í kosningabaráttu Telur tillögu um afnám áminningar á leið í ruslið Á batavegi eftir slysið í Akraneshöfn Starfsmenn á tveimur stöðum veikst vegna myglu Ekki þverfótað fyrir erlendum blaðamönnum í Nuuk Stúlkan er fundin Langhæsti húsafriðunarstyrkurinn til Landakotskirkju Bein útsending: Ásgeir og Þórarinn ræða skýrslur peningastefnunefndar Tvær konur fengu þunga dóma fyrir kókaínsmygl Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Sjá meira