Fólk í Þverholti telur húsgrunn slysagildru 20. apríl 2011 06:00 Byggingareitur við Þverholt 15 Eins og sjá má safnast mikið vatn í grunninn. Börn sækja inn fyrir girðinguna og er óttast að slys geti orðið, þar sem vatnið verður mjög djúpt.fréttablaðið/valli „Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. Við Þverholt 15 stendur svæði eins og það var þegar jarðvinnu lauk árið 2008 en Byggingafélag námsmanna hugðist reisa 400 stúdentaíbúðir á lóðum við Þverholt og Einholt. Svæðið er nú í eigu Landsbankans. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna, segir félagið annast svæðið fyrir Landsbankann en hann sér ekki í fljótu bragði hvað er hægt að gera til að gera svæðið öruggara en nú er. Svæðið hafi verið girt af og dælur settar upp til að dæla vatni úr grunninum þegar það hafi safnast upp. Þórleifur segir að þrátt fyrir að dælt sé upp úr grunninum dugi það ekki til. Grunnurinn fyllist hraðar en dælt sé og fyrr en varir séu komin börn til að leika sér. Að því hafi hann ítrekað orðið vitni. Þórleifur segir ástandið á svæðinu bagalegt því vegna framkvæmdanna á sínum tíma hafi meirihluta Þverholtsins verið breytt í einstefnugötu. Það geri rekstur fyrirtækis eins og stórrar prentsmiðju ekki auðveldari. Hann spyr hvort ekki megi taka til á svæðinu; loka grunninum og gera Þverholtið þannig úr garði að auðveldara sé fyrir fólk og fyrirtæki að sinna sínum daglegu störfum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur undir að óviðunandi sé hvernig skilið hafi verið við svæðið. „Það er ekki hægt að fullyrða hvað þetta mun bíða svona lengi en það kostar líklega tugi milljóna að koma þessu í eitthvert nothæft ástand; fylla holuna og ganga frá þessu.“ Hvað hættur varðar á byggingarsvæðinu segir Magnús að hann sé „sæmilega rólegur yfir þessu, en ekki meira en það. En það er niðurdrepandi að þetta þurfi að vera svona og þetta væri betur eini staðurinn. Þeir eru því miður miklu fleiri.“ Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann hafa reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp. Komið hafi til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hafi sú leit verið árangurslaus. Reginn, dótturfélag Landsbankans sem fer með umsýslu og ráðstöfun fasteigna og fasteignafélaga, tekur sennilega við svæðinu, að sögn Kristjáns. Reginn mun reyna að þróa verkefnið áfram undir sínum hatti. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira
„Ég horfi á krakkana leika sér á svæðinu og hef af því þungar áhyggjur að hérna verði slys fyrr en seinna. Í grunninn safnast mikið vatn og verður því best lýst sem stöðuvatni innan bæjarmarkanna,“ segir Þórleifur V. Friðriksson, prentsmiðjustjóri Hjá GuðjónÓ í Þverholti 13. Við Þverholt 15 stendur svæði eins og það var þegar jarðvinnu lauk árið 2008 en Byggingafélag námsmanna hugðist reisa 400 stúdentaíbúðir á lóðum við Þverholt og Einholt. Svæðið er nú í eigu Landsbankans. Böðvar Jónsson, framkvæmdastjóri Byggingafélags námsmanna, segir félagið annast svæðið fyrir Landsbankann en hann sér ekki í fljótu bragði hvað er hægt að gera til að gera svæðið öruggara en nú er. Svæðið hafi verið girt af og dælur settar upp til að dæla vatni úr grunninum þegar það hafi safnast upp. Þórleifur segir að þrátt fyrir að dælt sé upp úr grunninum dugi það ekki til. Grunnurinn fyllist hraðar en dælt sé og fyrr en varir séu komin börn til að leika sér. Að því hafi hann ítrekað orðið vitni. Þórleifur segir ástandið á svæðinu bagalegt því vegna framkvæmdanna á sínum tíma hafi meirihluta Þverholtsins verið breytt í einstefnugötu. Það geri rekstur fyrirtækis eins og stórrar prentsmiðju ekki auðveldari. Hann spyr hvort ekki megi taka til á svæðinu; loka grunninum og gera Þverholtið þannig úr garði að auðveldara sé fyrir fólk og fyrirtæki að sinna sínum daglegu störfum. Magnús Sædal Svavarsson, byggingafulltrúi Reykjavíkurborgar, tekur undir að óviðunandi sé hvernig skilið hafi verið við svæðið. „Það er ekki hægt að fullyrða hvað þetta mun bíða svona lengi en það kostar líklega tugi milljóna að koma þessu í eitthvert nothæft ástand; fylla holuna og ganga frá þessu.“ Hvað hættur varðar á byggingarsvæðinu segir Magnús að hann sé „sæmilega rólegur yfir þessu, en ekki meira en það. En það er niðurdrepandi að þetta þurfi að vera svona og þetta væri betur eini staðurinn. Þeir eru því miður miklu fleiri.“ Kristján Kristjánsson, upplýsingafulltrúi Landsbankans, segir bankann hafa reynt að fá samstarfsaðila til að byggja svæðið upp. Komið hafi til greina að halda áfram með verkefnið eins og það var hugsað en hingað til hafi sú leit verið árangurslaus. Reginn, dótturfélag Landsbankans sem fer með umsýslu og ráðstöfun fasteigna og fasteignafélaga, tekur sennilega við svæðinu, að sögn Kristjáns. Reginn mun reyna að þróa verkefnið áfram undir sínum hatti. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Innlent „Þetta var bara eitthvað sem hún þurfti að stoppa“ Innlent „Þetta er ekki sanngjarnt, Einar“ Innlent Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Innlent Kennari stakk átta ára stúlku til bana Erlent Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Innlent Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Skurðlæknir grunaður um kynferðisbrot gegn 299 börnum Erlent Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Innlent Fleiri fréttir Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Ásthildur Lóa berst við ríkið fyrir dómi Eins og hjónunum hafi verið komið fyrir í sérstökum stöðum Fyrst féll meirihlutinn og nú falla trén Sex kennarar á landinu enn í verkfalli Sjá meira