Gnarr sýnd á Tribeca-hátíðinni 20. apríl 2011 13:00 „Það er mjög gleðilegt að komast inn á svona stóra og flotta hátíð. Þetta verður ofsalega gaman," segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson. Heimildarmynd hans, Gnarr, verður sýnd þrívegis á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York um páskana og verður frumsýningin á föstudaginn langa. Myndin fjallar um ævintýralega leið Besta flokksins í borgarstjórn með Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur, Jón, Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, og framleiðendur myndarinnar verða viðstödd hátíðina og munu þau dvelja í fimm daga í Stóra eplinu. Tribeca er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og á hverju ári stendur valið á milli þúsunda heimildarmynda. Aðeins um fimmtíu eru valdar á hátíðina og er því um mikinn heiður að ræða fyrir Gauk og félaga. „Ef þú ert ekki að gera Hollywood-stórmynd er þetta leiðin til að fanga athyglina. Því betri sem hátíðin er, þeim mun meiri athygli fær myndin," segir hann. Gaukur og Jón Gnarr munu sitja fyrir svörum á laugardaginn á uppákomu á vegum fyrirtækisins Apple, sem öllum er boðið á. Aðrir leikstjórar og leikarar sem sitja fyrir svörum síðar á hátíðinni eru Will Ferrell, Ed Burns og Eva Mendes. Að Tribeca-hátíðinni lokinni verður Gnarr sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norður-Ameríku, Short Docs, í Toronto í Kanda. Íslenska heimildarmyndin Feathered Cocaine, sem fjallar um fálkasmygl, var einmitt sýnd bæði á þeirri hátíð og á Tribeca rétt eins og Gnarr. Sú mynd vakti verulega athygli og hver veit nema Gnarr eigi eftir að njóta sömu hylli. - fb Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira
„Það er mjög gleðilegt að komast inn á svona stóra og flotta hátíð. Þetta verður ofsalega gaman," segir leikstjórinn Gaukur Úlfarsson. Heimildarmynd hans, Gnarr, verður sýnd þrívegis á kvikmyndahátíðinni Tribeca í New York um páskana og verður frumsýningin á föstudaginn langa. Myndin fjallar um ævintýralega leið Besta flokksins í borgarstjórn með Jón Gnarr fremstan í flokki. Gaukur, Jón, Heiða Kristín Helgadóttir, framkvæmdastjóri Besta flokksins, og framleiðendur myndarinnar verða viðstödd hátíðina og munu þau dvelja í fimm daga í Stóra eplinu. Tribeca er ein stærsta kvikmyndahátíð heims og á hverju ári stendur valið á milli þúsunda heimildarmynda. Aðeins um fimmtíu eru valdar á hátíðina og er því um mikinn heiður að ræða fyrir Gauk og félaga. „Ef þú ert ekki að gera Hollywood-stórmynd er þetta leiðin til að fanga athyglina. Því betri sem hátíðin er, þeim mun meiri athygli fær myndin," segir hann. Gaukur og Jón Gnarr munu sitja fyrir svörum á laugardaginn á uppákomu á vegum fyrirtækisins Apple, sem öllum er boðið á. Aðrir leikstjórar og leikarar sem sitja fyrir svörum síðar á hátíðinni eru Will Ferrell, Ed Burns og Eva Mendes. Að Tribeca-hátíðinni lokinni verður Gnarr sýnd á stærstu heimildarmyndahátíð Norður-Ameríku, Short Docs, í Toronto í Kanda. Íslenska heimildarmyndin Feathered Cocaine, sem fjallar um fálkasmygl, var einmitt sýnd bæði á þeirri hátíð og á Tribeca rétt eins og Gnarr. Sú mynd vakti verulega athygli og hver veit nema Gnarr eigi eftir að njóta sömu hylli. - fb
Lífið Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið Hailey Bieber slær í gegn á þvengnum Tíska og hönnun Diddy selur svörtu einkaþotuna Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fleiri fréttir Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Sjá meira