Saka Nýlistasafnið um árás á tjáningarfrelsið 21. apríl 2011 06:30 Fjarlægðu umdeilt verk Stjórn Nýlistasafnsins ákvað, eftir kvörtun bókaútgefanda, að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Listamenn eru afar ósáttir og saka stjórnina um aðför að tjáningarfrelsinu. Fréttablaðið/STefán „Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira
„Þetta er svartur dagur í sögu tjáningarfrelsis á Íslandi,“ segir Hannes Lárusson, myndlistarmaður og sýningarstjóri, um ákvörðun stjórnar Nýlistasafnsins um að fjarlægja eitt verkanna af sýningunni Koddu. Tugir listamanna taka þátt í sýningunni sem var opnuð í Nýlistasafninu og Alliance-húsinu á Grandagarði um síðustu helgi. Eitt af verkunum sem sýnt er á Nýlistasafninu er „Fallegasta bók í heimi“, sem er í grunninn eintak af bókinni Flora Islandica eftir Eggert Pétursson og Ágúst H. Bjarnason, sem hefur meðal annars verið útötuð í matarleifum. Útgáfufyrirtækið Crymogea, sem gefur út umrædda bók, kvartaði til stjórnar safnsins með þeim rökum að sæmdarréttur höfunda væri brotinn með þessari meðferð. Í tilkynningu segir stjórn Nýlistasafnsins að í verkinu Fallegasta bók í heimi verði að teljast afar líklegt að sæmdarréttur höfunda hafi verið brotinn. Með tilliti til hagsmuna safnsins var því ákveðið að fjarlægja verkið úr safnrýminu, en sýningin standi að öðru leyti óhreyfð. Hannes er afar ósáttur við ákvörðunina og hótar að kæra málið. „Þetta er svívirðileg árás á tjáningarfrelsið, hreint skemmdarverk og með verri dæmum sem maður getur tiltekið í þessum efnum. Ég lít á þetta sem lögreglumál og ef hreyft er við verkinu eða það verður fjarlægt þá mun ég kæra það til lögreglu.“ Umfjöllunarefni sýningarinnar er eins konar uppgjör við hrunið og þjóðarsjálf Íslendinga og segir Hannes að í þessu máli birtist að nokkru leyti eitt það versta í þjóðarsjálfinu og segist ekki muna eftir öðru eins inngripi í listsýningu á seinni árum. Hann þvertekur fyrir að verkið umdeilda hafi brotið á sæmdarrétti bókarhöfunda. „Það þarf ekki að leita lengra en til Andy Warhol og Dieters Roth og þúsunda annarra listamanna á síðustu hundrað árum sem hafa notað fjöldaframleidda hluti sem hráefni í listaverk. Að menn skuli svo hrökkva upp við það núna segir bara á hvaða talibanastigi við erum hér.“ Í ljósi þessarar ákvörðunar stjórnar Nýlistasafnsins hyggjast sýningarstjórarnir færa þann hluta sýningarinnar sem þar er, vestur á Grandagarð þar sem flest verkin eru nú til sýnis. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Erlent Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Erlent „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Innlent Fleiri fréttir Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Sjá meira